Guð­rún Haf­steins­dóttir kjörin for­maður Sjálf­stæðis­flokksins

ritstjornInnlentLeave a Comment

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur verið kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hún vann formannskjörið gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og verður því tíundi formaður Sjálfstæðisflokksins.

Um sögulega stund er að ræða þar sem hún er fyrsta konan í tæplega hundrað ára sögu Sjálfstæðisflokksins til að vera kjörin í embætti formanns. Hún tekur við af Bjarna Benediktssyni, sem hefur gegnt embættinu frá 2009.

Guðrún hlaut 50,11 prósent atkvæða. Alls greiddu 1862 atkvæði, þar af voru fjögur ógild atkvæði. Áslaug Arna fékk 912 atkvæði gegn 931 atkvæðum Guðrúnar.

„Ætli ég fari ekki bara aðra hringferð núna“

Guðrún kveðst spennt fyrir komandi tímum. Hún hyggist stækka flokkinn og auka fylgi hans. Það vilji hún m.a. gera með því að efla málefnastarf flokksins og ná betra talssambandi við félaga hans hringinn í kringum flokkinn.

„Ætli ég fari ekki bara aðra hringferð.“

Spurð hvernig hún hyggist draga fram sérstöðu flokksins fram yfir Viðreisn vinstra meginn við hann og Miðflokkinn hægra meginn, kveðst Guðrún ætla að gera Sjálfstæðisflokkinn að breiðfylkingu.

„Löngu tímabært“ að kona sé formaður

Guðrún segir tilfinninguna góða að vera kjörinn fyrsti kvenkyns formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Hún er góð. Löngu tímabært.“

Guðrún Hafsteinsdóttir er 55 ára gamall Hvergerðingur sem hefur stýrt Kjörís um árabil en hún komst á þing sem fyrsti þingmaður suðurkjördæmis í Alþingiskosningunum 2021 og sat hluta af kjörtímabilinu sem dómsmálaráðherra.

Skildu eftir skilaboð