Karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, braut á konum

ritstjornErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, TransmálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Mika Lin Katz, karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, þekktur sem Michael Collins, hefur verið ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á fjórum konum í kvennaathvarfi í Edmonton, Alberta.

Þann 24. Janúar s.l. gaf lögreglan í Edmonton (EPS) út fréttatilkynningu um atvikin og upplýsti að Katz hefði fyrst vakið athygli í ágúst 2024 eftir að tvær konur stigu fram og sögðust Katz hafa brotið á sér kynferðislega.  Eftir rannsókn var Katz handtekinn og ákærður fyrir tvö kynferðisbrot.

Þrátt fyrir að ákærurnar væru alvarlega var Katz látinn laus með skilyrðum, þar á meðal að hafa ekki samband við eða samskipti við neinn af kærendunum; eiga ekki vopn, skotvopn eða skotfæri; og halda sig í 50 metra fjarlægð frá kvennaathvörfum í Alberta.

Fleiri stigu fram

Tvö fórnarlömb stigu fram sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu Katz í kvennaathvarfinu. Þann 23. janúar var hann handtekinn að nýju og á yfir höfði sér ákærur fyrir áreitni og kynferðisbrot.

Óskað er eftir að þeir sem hafa lent í honum gefi sig fram, því fórnarlömd Katz eru sennilega fleiri.

Reduxx hefur bent á samfélagsmiðla sem talið er að tilheyri Katz. Á einum miðlinum segir hann frá að hann hafi byrjað að taka kynhormón í janúar 2024. Katz auðkennir sig með fornöfnunum ,,hún/hún/þeir/það" og notar ,,transgender pride" borða á nokkrum Fasbókar-reikningum sínum.

Á einum af Instagram-reikningum sínum kallar Katz sig ,,konu sem er föst í líkama karlmanns" og hann fylgist með fjölda klámreikninga með áherslu á transfólk og lesbíur.

Katz rak einnig prófíl á ChatKK, ókeypis spjallsíðu, þar sem leitað var sérstaklega að ,,kvenkyns vinum" og sagðist vera ,,ekkja vegna ófyrirséðra" aðstæðna.

Fleiri hafa gert það sama

Þetta er ekki fyrsta atvikið þar sem karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, er sakaður um kynferðisbrot gegn konum í kvennaathvarfi í Kanada.

Í apríl 2023 var karlmaður handtekinn í Windsor, Ontario, í tengslum við kynferðisbrot sem átti sér stað í kvennaathvarfi á staðnum. Lögreglan í Windsor bar kennsl á hinn grunaða sem hinn 32 ára gamla Desiree Anderson, einnig þekktur sem Cody D'Entremont. Anderson var síðar sýknaður af ákærunum eftir að lögfræðingur hans hélt því fram að fórnarlambið væri ekki trúverðugt.

Að sama skapi, árið 2022, var greint frá því að konu hafi verið nauðgað af kynferðisafbrotamanni í kvennaathvarfi í West Parry Sound eftir að hann hafði skilgreint sig sem konu til að fá aðgengi að kvennaathvarfinu.

Shane Jacob Green, 25 ára, var handtekinn 24. ágúst 2022 af lögreglunni í Ontario héraði (OPP). Á þeim tíma gaf OPP út tilkynningu þar sem fram kom að Green hefði verið ákærður fyrir tvö kynferðisbrot, fjórar ákærur fyrir að hafa ekki farið að skilorðsúrskurði og eina ákæru fyrir að hafa ekki farið að lausnarskipun. En síðar kom í ljós að glæpirnir höfðu átt sér stað á meðan Green dvaldi í kvennaathvarfi á staðnum.

Vancouver Rape Relief (VRR), staðsett í Bresku Kólumbíu, er elsta neyðarathvarf Kanada fyrir þolendur nauðgana. Árið 2019 var það svipt borgarstyrkjum sínum eftir að starfsmenn héldu fram að þeir hefðu rétt á að veita kynbundna þjónustu, bara fyrir konur.

Trans aðgerðasinnar þrýstu á borgaryfirvöld og gerðu kröfu um að gera fjármögnun athvarfsins háð því að taka við körlum sem skilgreindu sig sem konu, eða trans.

Vegna harðlínuafstöðu VRR um að vera eingöngu fyrir konur í neyð, var VRR ítrekað skotmark trans aðgerðasinna. Ýmis skemmdarverk voru unni m.a. negldu þeir upp lík dauðra dýra á hurð góðgerðarstofnunarinnar.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð