Þórdís Kolbrún: eigum ekki að „gorta okkur af því að vera herlaus“ þjóð – „við erum ekki meira friðelskandi en annað fólk“

ritstjornInnlentLeave a Comment

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fv. Utanríkisráðherra og þingmaður, segir að Ísland verði að gera meira til að standa með Úkraínu og auka stuðning okkar við stríðið og vill að Ísland sendi meiri fjármuni af íslenskum skattpeningum til Úkraínu, þar sem þeir geti aukið við eigin vopnaframleiðslu, sem hún segir mikilvægt.

Þórdís var gestur í Silfrinu á RÚV ásamt þingmönnunum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Pawel Bartoszek og Degi B. Eggertssyni.

Sigmundur segir réttilega að „stríð sé ekki okkar fag“, á Íslandi, greip Þórdís þá fram í og sagði: „það vill enginn vera góður í því fagi sko.“

Ekki er að greina á fv. Utanríkisráðherranum að henni hugnist friður eftir 3. ára stríð þar sem yfir milljón ungir karlmenn hafa látið lífið í Úkraínu og yfir tvær milljónir eru örkumlaðir og aðrar milljónir hafa flúið landið.

Sigmundur Davíð kveðst ekki vera sammála fv. Utanríkisráðherranum í þessu og segir að Ísland verði að halda sinni sérstöðu þegar kemur að friði, þá með „mannúðaraðstoð eða eitthvað slíkt, frekar en að vera láta draga okkur inn í vopnakaup,“ segir hann.

Þórdís vill meina að sérstaða okkar sé vegna þess að þjóðin hafi verið „brjálæðislega heppin“ og við verðum að „passa á okkur að vera ekki að gorta okkur af því að vera herlaus“, og þess vegna eigi Ísland að sýna árásargirni í verki ef skilja má hana rétt, „til að vera verðugir bandamenn, „við erum ekki meira friðelskandi en annað fólk“, bætti Þórdís við.

Telur fund Trump og Zelensky „skipulagt plan“

Athygli vakti einnig að fv. utanríkisráðherrann telur „hitafund“ þeirra Trump og Zelensky síðasta föstudag ekki hafa verið tilviljun, og því um einhverskonar fyrirsát að ræða, eða „skipulagt plan“ eins og hún orðar það og má sjá í klípunni hér neðar. Hún segir Trump jafnframt ekki leiðtoga hins frjálsa heims, þrátt fyrir að Trump hafi hlotið yfirburðar kosningu landa sinna og þykir standa sig einstaklega vel að mati meirihluta þjóðar sinnar.

Ólafur Ragnar svarar hugmyndinni um „fyrirsát“

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, póstaði á samfélagsmiðlinum X myndbandi af viðtali CNN við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ólafur Ragnar bendir á að til að skilja hvað gerðist og hvað getur gerst næst að þá sé mikilvægt að hlusta á viðtalið.

Í viðtalinu kemur meðal annars fram að samkomulagið sem átti að skrifa undir í Hvíta húsinu hafi verið löngu tilbúið en Zelenzky hafi krafist þess að skrifa undir það í Hvíta húsinu. Það rímar illa við samsæriskenningu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, um fyrirsát, Nútíminn greinir frá.

Skildu eftir skilaboð