Úkraínsk málstefna mismunar rússneskumælandi – og er þyrnir í augum Pútíns

ritstjornErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Frá árinu 2017 hefur Úkraína innleitt tungumálalög sem mismuna sérstaklega rússneskumælandi minnihluta. Ómögulegt hefur verið að gefa út dagblöð og bækur á rússnesku og að minnsta kosti 80 prósent af kennslu þarf að fara fram á úkraínsku frá 5. bekk, skrifar Jes Henningsen, dósent emeritus, árið 2022.

Úkraínu er lýst fyrirvaralaust á Vesturlöndum sem lýðræðislegum útverði sem ver hugsjónir okkar. Staðreyndir sem hér eru settar fram fá ekki miklar undirtektir í umræðunni, en ég mun reyna segir hann.

Smá sögukennsla

Lítil saga sem fáir vita um: Þegar Bismarck tók við embætti kanslari þýska keisaradæmisins Prússlands árið 1871 hóf hann germanavæðingu í Norður-Slésvík – nú Suður-Jótlandi – og verkfærið var tungumálalög. Árið 1876 varð þýska eina leyfilega stjórnsýslutungumálið. Árið 1878 var þýska tekin upp sem kennslutungumál og það var um helmingur kennslutímans. Árið 1888 varð þýska eina leyfilega kennslutungumálið nema í trúarbrögðum. Afi minn, sem var kennari í þorpsskóla á Suður-Jótlandi, neyddist til að kenna dönskumælandi nemendum sínum þýsku.

Fyrrverandi forseti Úkraínu

Porosjenkó, fyrrverandi forseti Úkraínu, hafði lært af Bismarck. Árið 2017 undirritaði hann rammalög um menntun sem gerðu úkraínsku að eina kennslutungumálinu frá 5. bekk og upp úr, með undantekningum fyrir ákveðin minnihlutatungumál, en ekki rússnesku. Árið 2019, sem eitt af síðustu embættisverkum sínum, undirritaði hann víðtækari lög um að „styðja við virkni úkraínskrar tungu sem ríkistungumáls.“ Það leiddi af sér að úkraínska er eina opinbera tungumálið í öllum málefnum samfélagsins, nema trúarathafnir.

Fyrir útvarp og sjónvarp var tekinn upp kvóti fyrir úkraínska, að lágmarki 90 prósent fyrir innlenda fjölmiðla og 80 prósent fyrir staðbundna fjölmiðla. Prentað rit má aðeins gefa út á öðrum tungumálum ef samhliða úkraínsk útgáfa er gefin út á sama tíma með sama útliti, letri, prenttækni o.s.frv.

Undantekningar frá þessari reglu eru enska og öll 24 opinber tungumál ESB, en ekki rússneska. Með því að tvöfalda framleiðslukostnað með þessum hætti þýðir það í raun stöðvun prentaðra útgáfu á rússnesku í Úkraínu.

Innleitt í áföngum

Allt þetta verður að innleiða í áföngum til ársins 2024 og það verður einnig að gilda að fullu í Austur-Úkraínu, þar sem allt að 85 prósent íbúanna hafa rússnesku að móðurmáli. Bæði lögin hafa verið tekin til skoðunar af Feneyjanefnd Evrópuráðsins, sem hefur kallað þau mismunun og bent á að þau innihaldi þætti sem brjóta gegn tjáningar- og fundafrelsi.

Feneyjanefndin kemst að þeirri niðurstöðu að lögin frá 2019 ,,nái ekki sanngjörnu jafnvægi milli lögmæts markmiðs um að styrkja og efla úkraínska tungu og tryggja fullnægjandi vernd tungumálaréttinda minnihlutahópa."

Zelensky hefur ekki breytt um stefnu

Zelensky var efins um tungumálalögin þegar hann tók við embætti í maí 2019 en það hefur ekki haft neinar afleiðingar fyrir löggjöfina. Framhaldslög frá 16.janúar 2020 um kennslutungumál, frá 5. bekk og upp úr, tilgreina að kvóti fyrir kennslu á úkraínsku fyrir minnihlutahópa sem tala eitt af 24 opinberum tungumálum ESB verði að vera í áföngum, úr að minnsta kosti 20 prósentum í 5. bekk í að minnsta kosti 60 prósent í 10.-12. bekk, en kvóti rússneskumælandi verður að vera að minnsta kosti 80 prósent frá 5. til 12. bekk.

Tvær þjóðir í einu landi

Úkraína er í grundvallaratriðum ríki sem samanstendur af tveimur þjóðum, hvor með sína tungumála-, menningarlegu og pólitísku sjálfsmynd. Með stefnu sinni vill núverandi stjórn Úkraínu einsleitt ríki á forsendu ríkisins og tungumálalögin er markviss stefna til að uppræta rússneska tungu sem menningarlegan þátt í Austur-Úkraínu.

Vesturlönd bera hluta af ábyrgð á núverandi kreppu með því að viðurkenna gagnrýnislaust að Úkraína brjóti allar lýðræðislegar reglur um hvernig eigi að meðhöndla tungumálaminnihluta, sem í núverandi tilviki samanstendur af um 30 prósentum íbúanna.

Pútín hefur nokkrum sinnum lýst yfir áhyggjum af stórum rússneskumælandi minnihlutahópum í fyrrverandi Sovétlýðveldum. Hvað Úkraínu varðar hafa áhyggjurnar verið á rökum reistar, þó þær geti auðvitað ekki á nokkurn hátt réttlætt innrás.

Jes Henningsen, dósent emeritus í eðlisfræði.

Skildu eftir skilaboð