Fjöldi sjúklinga sem eru á Landspítala er nú 27 inniliggjandi með Covid-19, þar af 21 á bráðalegudeildum þar sem þriðjungur er bólusettu, meðalaldur innlagðra er 65 ára.
Á gjörgæslu eru enn sex inniliggjandi og þurfa fimm á öndunarvélastuðningi að halda, einum fleiri en í gær. Af þeim sem eru á gjörgæslu eru fimm bólusettir og eru fjórir sem þurfa á öndunarvélastuðning að halda bólusettir.
Á Covid-göngudeild spítalans eru nú 1.162 í eftirliti, þar af 223 börn. Fjórir sjúklingar eru metnir sem rauðir, sem er fjölgun um þrjá milli daga, og 38 flokkaðir sem gulir og þurfa nánara eftirlit.
15 starfsmenn eru í einangrun með Covid, 22 í sóttkví A og 68 í sóttkví C.