Hver er næstur?

frettinInnlendar4 Comments

Útlit er fyrir að svokölluð slaufumenning eða "cancel culture" eins og kallast á ensku sé orðið að einhverskonar „trendi“ á meðal íslenskra feminista. Slaufumenningin ber sama yfirbragð í öllum tilfellum, en hún lútar að því að frægir karlmenn eru nú útskúfaðir úr samfélaginu og m.a reknir úr störfum sínum fyrir sögusagnir sem ekki hafa verið kærðar til lögreglu.

Slaufumenningarsinnar taka sig saman og ásaka þekkta karmlenn og ósæmilega hegðun og jafnvel mörgum árum eftir að umræddur atburður átti að hafa gerst.

Þess má geta að enginn af þessum karlmönnum hefur verið ákærður fyrir nauðgun heldur um einhverskonar meinta kynferðislega áreitni er að ræða sem engar sannanir eru fyrir nema orð meinst þolanda og flestar af þeim hafa komið undir nafnleynd.

Slaufumenningin fordæmir einnig þá réttarríkisreglu að "allir eru saklausir uns sekt er sönnuð" og segja það ekki eiga við þegar um kynferðislega áreitni sé að ræða.

Slaufumenningin virðist algerlegar miskunnarlaus og allt er gert til að skaða viðkomandi einstakling sem mest svo hann eigi sér ekki viðreisnar von í komandi framtíð, allir þessir einstaklingar eiga það sameiginlegr að hafa misst allt sitt, ekki bara mannorðið, heldur einnig störf, rekstur, framfærslu, atvinnumennsku í íþróttum, tekin af leiksýningum, tónleikum, tónlist tekin af spotify o.s.frv.

Fréttin.is spyr sig hvort þessi slaufumenning geti hugsanlega verið meira skaðleg fyrir einstaklinginn og framtíð hans en einfaldlega að fara rétta leið í gegnum réttarkerfið en slaufumenningin hefur engan áhuga á því og hefur tekið að sér að vera dómstóll götunnar sem aldrei hefur þótt farsælt eða réttlátt á neinn hátt.

Fórnarlömb slaufumenningarinnar eru eftirfarandi:

Maí: Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður.
Júní: Auðuns Lúthersson tónlistarmaður öðru nafni Auður(listamannanafn)
Júlí: Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður (Ingó veðurguð)
Ágúst: Gylfi Sigurðsson, atvinnumaður í knattspyrnu
September: Kolbeinn Sigþórsson, atvinnumaður í knattspyrnu.

Virðist sem svo að einn sé tekin fyrir í hverjum mánuði þannig Fréttin.is spyr sig "hver verður næstur"?

4 Comments on “Hver er næstur?”

  1. Elska þennan fjölmiðil fyrir að þora að segja málin alveg eins og þeir eru..hver er næstur?

  2. Já og ekki má gleyma brottrekstri Kristins Sigurjónssonar úr háskólanum, leikaranum Atla Rafni, og fleirum og fleirum. Við erum komin á þann stað sem samfélag, að kröfu þessara svokölluðu þolenda og stækkandi öfgahóps hér í samfélaginu ( sem hefur tekið lögin í sínar eigin hendur ) og margir hverjir hafa sjálfir orðið uppvísir að lygum og fjölmiðlar verið dæmdir fyrir meiðyrði eins og í Hlíðamálinu, að það er ekki lengur nóg að menn séu búinr að taka út sína dóma, heldur eiga þeir einnig að hætta að vera til hérlendis. Ruglið er komið út á enda í þessu samfélagi. En Guð blessi Ísland.

  3. Ekki má gleyma Snorra í Betel, mjög góður kennari sem var flæmdur úr starfi af góða fólkinu

  4. Og nú Aron Einar fyrirliði íslenska landsliðsins.

Skildu eftir skilaboð