Viðtal Dr. Jordan Peterson við breska aðgerðarsinnan Tommy Robinson

frettinErlent, ViðtalLeave a Comment

Sálfræðingurinn Jordan B. Peterson settist niður með breska aðgerðasinnanum Tommy Robinson til að ræða áralanga baráttu Robinson gegn aukinni veru Íslamska Jihad í Evrópu undir vernd fjölmenningar.

Robinson sem er 41 árs, var nýlega handtekinn í Kanada og skipað að vera áfram í landinu vegna meintra innflytjendalagabrota áður en hann átti að halda ræðu á stórum viðburði.

Í viðtalinu segir Robinson m.a. frá því að að hann hafi alist upp í Luton á Englandi, bæ norður af London sem er nú talinn „þungamiðja hryðjuverkastarfsemi“ í Evrópu.

Robinson segir að þegar hann fæddist árið 1982, hafi verið ein moska í bænum, en í dag eru þær orðnar 45 talsins.

Robinson greinir frá stöðugum hryðjuverkaárásum sem eru skipulagðar frá Luton af öfga múslimum og baráttunni við nauðgunargengi múslimskra manna gegn barnungum stúlkum í Bretlandi.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð