Tucker Carlson: viðtal við forseta El Salvador sem hefur náð undraverðum árangri á stuttum tíma

frettinErlent, ViðtalLeave a Comment

Tucker Carlson er hér með sögulegt viðtal við Nayib Bukele forseta El Salvador, þar sem þeir ræða m.a. árangur hans við að breyta El Salvador úr einu hættulegasta ríki heims í það öruggasta á vesturhveli jarðar.

Bukele segir frá yfirgripsmikilli áætlun til að takast á við glæpi í landinu, sem fól í sér tvöföldun á stærð hersins og innleiðingu á einstökum áfanga til að friða landið. Einungis þrjú ár tók að snúa landinu frá hörmungunum.

Kraftaverki líkast

Bukele er trúaður maður sem leggur áherslu á að leita visku Guðs í ákvarðanatökum sínum og segir frá því hvernig stjórn hans bað um guðlega leiðsögn í kreppuástandi landins og líkir árangrinum við kraftaverk.

Hann fjallar einnig um djöflaöflin innan MS-13 og grimmilegar aðferðir gengisins, eins og mannfórnir.

Ráðleggur Donald Trump

Í samtalinu fjalla þeir einnig um ráðleggingar Bukele til Donald Trump um að taka pólitískar áskoranir og nota El Salvador sem leiðarljós fyrir aðrar þjóðir sem glíma við glæpi og óstöðugleika.

Auk þessa hefur forsetinn náð að snúa við húsnæðismarkaði landsins, þar sem víðtækar efnahagslegar og félagslegar umbætur standa yfir.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð