,,Á skilorði vegna gaspurs um bóluefni“

frettinInnlendar1 Comment

Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins segist hafa lokað á Margréti Friðriksdóttur í facebookhópnum Fjölmiðlanördar fyrir að "gaspra" um bóluefni en vildi ekki láta fylgja sögunni hvert "gasprið" væri en reikna má með að það hafi verið vegna ummæla Margrétar varðandi 19 ára stúlku sem lamaðist í kjölfar örvunarskammts með Moderna sbr. mynd hér að neðan.

Andrés bætir því svo við að Margrét hafi verið á "skilorði" í hópnum en neitar að gefa upp ástæðu þess og bætir við að ákvörðunin sé óhagganleg,  en orðalag Andrésar að setja manneskju á "skilorð"  er vægt til orða tekið undarlegt og þarna má segja að Andrés setji sig á heldur háan hest og virðist álíta sig dómara réttarkerfisins en ekki bara "admin" í facebook hóp.

Nokkuð er ljóst að Andrés og öðrum stjórnendum Fjölmiðlanörda þóknast ekki opin umræða en engin viðvörun var gefin fyrir hvorki skilorðinu né útilokuninni og verður að segjast að svona fasískir taktar inná fjölmiðlahóp er undir öllum formerkjum andlýðræðislegt og fjölmiðlastéttinni til skammar.

Spyrja má sig hvort að "gasprið" sé ekki fyrirsláttur og raunveruleg ástæða fyrir útilokunni sé innlegg Margrétar um nýjan og ferskan fjölmiðil þar sem umræða um bóluefni og önnur málefni eru velkomin.

Athygli vekur einnig að Andrés fullyrðir að það sé andstætt reglum hópsins að birta innlegg um nýjan fjölmiðil, en Frettin.is birtir hér húsreglur hópsins en hvergi er neitt slíkt að finna.

Umræðurnar á Fjölmiðlanördum

One Comment on “,,Á skilorði vegna gaspurs um bóluefni“”

  1. Andrés er á móti nýstofnuðum fjölmiðlum vegna þess að þeir koma með efni sem dregur athyglina frá honum. Hann þolir ekki þegar einhverjir fá meiri athygli en hann. Stuðningsmenn bóluefnaframleiðenda eru lélegir í að ræða ákvarðanatökur. Þess vegna ættu fyrirtæki að skoða að hætta að hafa þannig fólk í stjórnunarstöðum. Ef bóluefni virka og eru örugg væri engin þörf fyrir Andrés að blokka fólk sem minnist á þau á sínum vefsvæðum. Í upphafi Fréttablaðsins þoldu menn eins og Andrés ekki það þegar greinar voru birtar í því tímariti.

Skildu eftir skilaboð