Öfga feministar vilja láta reka vararíkissaksóknara vegna „like“ á Facebook

frettinInnlendar1 Comment

Ólöf Tara Harðardótt­ir,  ein þeirra kvenna er standa að baki hóps­ins Öfga, sak­ar Helga Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ara um að taka af­stöðu gegn þolend­um kyn­ferðisof­beld­is með "Like á facebook". Helgi vís­ar ásök­un­un­um á bug og seg­ist ekki hafa tekið af­stöðu gegn þolend­um.

Margrét Friðriksdóttir stofnandi Frettin.is deildi færslu á Facebook þar sem hún auglýsir nýjan fréttamiðil með deilingu á fyrstu fréttinni sem birt var á miðlinum. Ólöf Tara og öfgasinnar virðist skilja það sem svo að Helgi standi með gerendum ofbeldis einungis með því að líka við færslu Margrétar. Ólöf Tara vísar í fréttina á  nýja miðlinum sem "linkað" er inn á frétt Morgunblaðsins.

Færsla Margrétar hljómar svona: ,,Við kynnum til leiks nýjan fréttamiðil, Frettin.is, spennandi tímar framundan, verið velkomin!" Óskiljanlegt er hvernig hægt er að misskilja svo glatt ásetning Helga og fara fram á að hann verði rekinn úr starfi sínu fyrir að líka við facebookfærslu um nýjan fréttamiðil. Ólöf Tara telur þar að auki ekki ástæðu til að láta tilkynningu Margrétar fylgja með sem Helgi líkaði við sem er ekki hægt að skilja öðruvísi en að Helgi sé hlynntur opinni umræðu og sé ánægður með fjölbreyttni í fréttaflutningi sbr. mynd hér að neðan.

Þess má geta að Margrét Friðriksdóttir hefur einnig verið sökuð af sama öfgafólki um að standa með gerendum ofbeldis með því að birta umrædda frétt.

Helgi Magnús líkaði við aðra færslu í dag hjá Jakobi Bjarnar blaðamanni en vegna umræðu undanfarna daga þótti honum ástæða til að útskýra "lækið" til að valda engum misskilning á meðal öfgafólksins.

Sjá skjáskot hér að neðan.

Image
Image
Image

One Comment on “Öfga feministar vilja láta reka vararíkissaksóknara vegna „like“ á Facebook”

Skildu eftir skilaboð