Eru forsetahjónin gerandameðvirk?

frettinInnlendarLeave a Comment

Töluverðs tvískinnungs hefur gætt að undanförnu hjá forsetaembættinu varðandi kynferðisáreitni sem starfsmaður varð fyrir af hálfu annars starfsmanns í forsetabústaðnum að Bessastöðum. En tveir meintir þolendur hröktust úr starfi sínu þar vegna stöðugrar kynferðisáreitni af hálfu annars starfsmanns. Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson hefur ítrekað fordæmt ofbeldi opinberlega og því óskiljanleg niðurstaða að gerandinn sjálfur hafi verið að störfum nær óslitið í forsetatíð Guðna. Málið kom fyrst upp árið 2019 og var fjallað um í Fréttablaðinu.

Forsetinn sagði svo orðrétt í viðtali við RÚV nýlega:

Heiðri fylgir ábyrgð

„Það er mikill heiður að koma fram fyrir Íslands hönd, að vera fulltrúi Íslands, hvort sem það er í íþróttum eða á öðrum vettvangi. Þeim heiðri fylgir ábyrgð, fylgir sú skylda að haga sér sómasamlega, að vera ekki fáviti. Nú búum við svo um hnútana að við lærum af reynslunni og horfum björtum augum fram á veg. Þá verður gott að búa í þessu landi,“ segir Guðni.

Þetta sjónarmið er gott og gilt og flestir geta sammælst um að fordæma ofbeldi í hvaða formi sem er, en í ljósi þessarar afstöðu forsetans væri þá ekki eðlilegt að hann tæki sjálfur á kynferðisbrotum sem hafa átt sér stað á undanförnum árum á heimili hans og innan embættisins, en forsetahjónin virðast ekki sjá ástæðu til þess og þykir mörgum það orka tvímælis og spyrja sig hvort forsetahjónin séu gerandameðvirk?

Meintur gerandi hefur verið kærður til lögreglu og er þrátt fyrir það enn að störfum samkvæmt yfirlýsingu sem kemur frá embættinu nýlega og var fyrst fjallað um í grein sem birt var í Fréttablaðinu: 

"Ger­and­inn, sem er karl­maður, fékk skrif­lega áminn­ingu frá for­seta­embætt­inu eft­ir Par­ís­ar­ferðina. Hann baðst af­sök­un­ar og var send­ur í tíma­bundið leyfi. Kom það þoland­an­um í opna skjöldu að hann skyldi fá að snúa aft­ur til starfa.

Hann tel­ur sig ekki hafa fengið viðeig­andi málsmeðferð inn­an for­seta­embætt­is­ins. Í sum­ar sagði hann upp starf­inu og leitaði til Stíga­móta. Síðar kærði hann málið til lög­reglu.

Sif Gunn­ars­dótt­ir for­seta­rit­ari seg­ir að starfs­mann­in­um hafi verið heim­ilað að snúa aft­ur til starfa að upp­fyllt­um til­tekn­um skil­yrðum. Þar með hafi mál­inu verið lokið hjá embætt­inu."

Skildu eftir skilaboð