Átta tilkynningar um fósturskaða eftir Covid bólusetningar hafa borist Lyfjastofnun, þrjár vegna Moderna, þrjár vegna Pfizer og ein hvor fyrir Astra Zeneca og Janssen.
3182 tilkynningar um grunaðar aukaverkanir hafa borist stofnunni, þar af 201 alvarleg og eru þær sundurliðaðar svona á milli bóluefna.
Comirnaty (BioNTech/Pfizer):
88 alvarlegar tilkynningar hafa borist.
23 þeirra varða andlát. 18 andlát vörðuðu aldraða** einstaklinga, 15 þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Fjögur andlát vörðuðu eldri*** einstaklinga, þrír þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði einstakling á aldursbilinu 60-64 ára með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.
45 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af níu lífshættulegt ástand).
15 tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar****.
Tvær tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
Þrjár tilkynningar varða fósturmiska.
Spikevax (Moderna):
30 alvarlegar tilkynningar hafa borist.
Ein tilkynning varðar andlát aldraðs** einstaklings, með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.
23 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af tvær lífshættulegt ástand).
Ein tilkynning varðar lífshættulegt ástand þar sem ekki kom til sjúkrahúsvistar.
Ein tilkynning telst klínískt mikilvæg og þar með flokkuð sem alvarleg****.
Ein tilkynning telst alvarleg, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
Þrjár tilkynningar varða fósturmiska, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum um eina tilkynningu.
Vaxzevria (AstraZeneca):
70 alvarlegar tilkynningar hafa borist.
Sex tilkynningar varða andlát; þrjú andlát varðar eldri*** einstaklinga, tveir þeirra með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Þrjár tilkynningar varða andlát einstaklinga á aldursbilinu 60-64 ára; Einn þeirra var með staðfestan undirliggjandi sjúkdóm.
52 tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af 18 lífshættulegt ástand).
Níu tilkynningar teljast klínískt mikilvægar og þar með flokkaðar sem alvarlegar****.
Tvær tilkynningar teljast alvarlegar, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
Ein tilkynning varðar fósturmiska.
COVID-19 Vaccine Janssen:
13 alvarlegar tilkynningar hafa borist.
Ein tilkynning varðar andlát eldri*** einstaklings
Níu tilkynningar varða sjúkrahúsvist (þar af tvær lífshættulegt ástand).
Ein tilkynning telst klínískt mikilvæg og þar með flokkuð sem alvarleg****.
Ein tilkynning telst alvarleg, þar sem beðið er eftir viðbótar upplýsingum.
Ein tilkynning varðar fósturmiska.
*Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum.
** Aldraðir einstaklingar eru hér skilgreindir 75 og eldri.
*** Eldri einstaklingar eru hér skilgreindir á aldursbilinu 65-74 ára.
****Tilkynningar sem metnar eru sem klínískt mikilvægar geta varðað ýmis einkenni, t.d. blóðtappa þar sem ekki kom til innlagnar á sjúkrahús.
Tilkynningar um andlát
Rétt er að geta þess að flestar tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19 bárust í janúar 2021, þegar elsti og hrumasti hópurinn var bólusettur hérlendis. Sérstök rannsókn var framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fyrstu fimm alvarlegu tilkynninganna vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar síðar í mánuðinum.
Átta tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar bárust í janúar 2021.
Tvær tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar bárust í febrúar 2021.
Fimm tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar bárust í mars 2021.
Ein tilkynning um andlát í kjölfar bólusetningar barst í apríl 2021.
Fjórar tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar bárust í maí 2021.
Sex tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar bárust júní 2021.
Ein tilkynning um andlát í kjölfar bólusetningar barst í júlí 2021.
Fjórar tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetningar bárust í ágúst 2021.
Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn COVID-19.
Upplýsingar fengnar á vef Lyfjastofnunar.
https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/