Húmanistar fordæma staðsetningu B-2 sprengjuþota

frettinInnlendarLeave a Comment

Fréttatilkynning frá Húmanistaflokknum á Íslandi varðandi staðsetningar B-2 sprengjuþota á Keflavíkurflugvelli.

Húmanistaflokkurinn á Íslandi fordæmir harðlega samþykki ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á þeirri ákvörðun Bandríkjanna að gera Keflavíkurflugvöll að skilgreindri framvarðarstöð fyrir B-2 þotur til sprengjuárása eins og fram hefur komið m.a. í fréttum Stövar 2 og visir.is að undanförnu.

B-2 sprengjuþoturnar eru einhver skæðustu árásarvopn mannkyns, þær eru hannaðar til kjarnorkuárása og geta borið allt að 16 slíkar sprengjur. B-2 þotunum fylgja um tvöhundruð liðsmenn bandaríska hersins. Þess má geta að þotur þessarara tegundar voru meðal annars notaðar þegar Bandaríkin - með stuðningi „hinna viljugu þjóða“ þar á meðal Íslands - sprengdu upp Bagdad í Íraksstríðinu 2003 til 2011.

Með samþykki ríkisstjórnarinnar á að gera Keflavíkurflugvöll að framvarðarstöð B-2 sprengjuþotanna er Ísland orðinn beinn og virkur aðili að þeim stríðum smáum og stórum sem Bandaríkin kunna að heyja. Með þessum hætti verður Ísland jafnframt að skilgreindu hernaðarlegu skotmarki andstæðinga Bandaríkjanna í stríði.
Húmanistaflokkurinn hvetur allar friðarhreyfingar og önnur samtök sem og allt friðelskandi fólk á Íslandi að láta í sér heyra og mótmæla þessari stórháskalegu ákvörðun.

Skildu eftir skilaboð