Boðað hefur verið til mótmælagöngu á morgun þar sem yfirvöld eru krafin ýmissa svara við Covid-19
Svona er yfirlýsing hópsins sem æltar að hittast við Stjórnarráðið kl. 16.00 á morgun, föstudag.
Friðsöm ganga þar sem við krefjumst þess að fá svör við spurningum okkar frá þeim sem bera ábyrgð á aðgerðum og ákvörðunum vegna covid19 og eins til að vekja athygli fólks á spurningum sem hafa vaknað síðustu nítján mánuði vegna ástandsins.
Við ætlum að hittast fyrir framan Stjórnarráð Íslands kl 16.00 föstudaginn 17. september næst komandi.
Lagt verður af stað frá Stjórnarráðinu um kl 16.30 upp Hverfisgötuna - Vitastíg - Laugaveg - Lækjargötu - Fríkirkjuveg - Skothúsveg - Tjarnargötu - Austurvöllur - Pósthús-/Austurstræti - yfir Lækjargötuna og enda aftur við Stjórnaráðið.
Þetta er sameiginlegur og friðsamur vettvangur fyrir fólk sem vill fá svör.
Vonumst til að sjá sem flesta !
- Árangur vegna covid - 19 bólusetninga er mun slakari en talið var í byrjun og aukaverkanir mun meiri og alvarlegri, hvers vegna eru réttar tölur ekki birtar?
- Hvenær er fólk orðið “fullbólusett” gegn covid -19?
- Hvers vegna er þrýst á covid -19 bólusetningar barna þrátt fyrir að vísindin sýni að þær dragi ekki úr smitum og séu skaðlegar?
- Er áætlað að sprauta allt niður í sex mánaða gömul börn eins og stefnan er erlendis?
- Hafa stjórnvöld áætlanir um að taka upp bóluefnapassa á Íslandi?
- Hvers vegna er bannað að gefa Ivermectin á Íslandi við covid - 19 og notkun þess hindruð?
- Hvers vegna eru sóttvarnarlögin sett þvert á almenn mannréttindi?
- Hvar eru rannsóknirnar sem íslensk stjórnvöld og þríeykið vísa í?
- Fella neyðarlög íslensku stjórnarskrána úr gildi?
- Hvers vegna eru PCR prófin, sem ekki eru áreiðanleg, samt notuð?
- Ef illa fer, hvernig réttlætum við aðgerðaleysið fyrir börnunum okkar síðar meir?
- Þora læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk að stíga fram ef þau hafa efasemdir um bólusetningar gegn covid -19?
- Hvers vegna voru ófrískar konur hvattar til að fara í sprautu strax í byrjun maí þegar ekki var komin reynsla á tilraunalyfin?
- Hvers vegna er staða ónæmis (T- frumur og mótefni) ekki mæld til að vita hvort ónæmi sé náð, áður en ákveðið er hvort manneskja þurfi að fara í sprautu?
- Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og CDC reka áróður í dag fyrir grímunotkun, hinsvegar þessar stofnanir, fyrir og í byrjun faraldrar mæltu ekki með grímunotkun þar sem allar vandaðar rannsóknir sýndu að þær gerðu ekkert gagn gegn veirusmiti. Þessar stofnanir breyttu svo stefnunni án þess að ný vísindi kæmu fram sem réttlættu það. Hvers vegna er grímunotkunar krafist þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), CDC og fleiri geti ekki staðfest að grímunotkun hefti útbreiðslu smita?
- Hvers vegna eru óvenjumörg og skyndileg andlát eldri borgara í kjölfar bólusetninga þess hóps ekki rannsökuð?
- Hvers vegna eru engar upplýsingar aðgengilegar um að covid-19 sprauturnar séu lyfjatilraun?
- Hvers vegna er covid-19 flokkað sem farsótt þegar dánartölur árið 2020 eru þær sömu og undanfarin ár?
- Hvers vegna var skilgreiningu á því að vera bólusettur breytt?
- Hvers vegna er aðeins fjallað um smit en aldrei veikindi í daglegum fréttaflutningi um pestina?
- Hvers vegna fara blaðamenn aldrei fram á heimildir þegar sóttvarnalæknir staðhæfir eitthvað?
- Af hverju voru keyptir 1,4 milljón skammtar í viðbót fyrir 360 þúsund manna þjóð?
- Hvergi eru börn að veikjast alvarlega eða dreifa covid -19 smiti, svo hvers vegna er þeim bætt í tilraunahópinn í tilraun sem lýkur ekki fyrr en árið 2023?
- Opinberar tölur John Hopkins háskólans sýna að covid -19 dánartölur síðustu mánaða í Ísrael hafa hækkað tífallt eftir að byrjað var að bólusetja með þriðja skammtinum. Eru íslensk stjórnvöld að taka þessar vísbendingar um skaðsemi efnanna til greina?
- Er íslenskum stjórnvöldum kunnugt um þær mörgu vísindagreinar sem komið hafa út að undanförnu sem staðfesta að gaddaprótein veirunnar, það sama og tilraunaefnin láta líkamann framleiða, valdi alvarlegurstu covid-19 sjúkdómseinkennunum?
Í sóttvarnarlögunum sem íslensk stjórnvöld uppfærðu 4.febrúar sl. er talað um inngrip sem geti falið í sér "götun eða skurð á húð eða ísetning áhalds eða framandi efnis í líkamann" ef einstaklingur er grunaður um smit. Hverslags áhöld eða framandi efni sjá stjórnvöld fyrir sér að setja í líkama fólks sem grunað er um smit?- Hvers vegna vita íslensk stjórnvöld ekki nákvæmlega hver innihaldsefni tilraunaefnanna eru ?
Finna má viðburðinn inná facebook síðu hópsins
One Comment on “,,Við viljum svör“ – mótmælaganga”
28. Hvernig er Delta afbrigðið greint frá upprunalegu covid þegar fólk reynist vera jákvætt með covid?
29. Er Delta afbrigðið kannski bóluefnið?