Edda Falak sagði ósatt í viðtali á RÚV | Svarar engum spurningum og „blokkaði“ Sigurð Gísla

frettinInnlendar1 Comment

Edda Falak, hlaðvarpsstjórnandi hefur farið mikinn í umræðunni síðustu vikurnar en nú hefur Sigurður Gísli Snorrason, einn af þáttastjórnendum í umræðuþættinum „The Mike Show“ komið upp um ósannindi að hennar hálfu. Sigurður sagði Eddu lygasjúka og leiðinlegustu manneskju á Íslandi.

Í kjölfarið skrifaði Edda stöðuuppfærslu á Twitter þar sem hún skrifar: „Elska að eitthvað fótbolta podcast opni þættina sína svona faglega og skemmtilega. Ekki í fyrsta sinn sem litlir strákar kalla mig lygasjúka en hey, HÚH!“.

Sigurður Gísli brást þá við með eftirfarandi stöðuuppfærslu þar sem hann spyr Eddu spurninga. „Kannski gekk ég of langt. Ég er til í að draga til baka að hafa kallað þig lygasjúka ef þú getur svarað eitthvað af spurningunum. Hvenær varstu að vinna hjá Novo nordisk? Hjá hvaða fjárfestingabanka varstu að vinna? Hvernig fékkstu íbúðina í Danmörku? Og hvernig skildiru við hana?“ spyr Sigurður en Edda hefur ekki enn svarað tilteknum spurningum. Í kjölfarið tók Edda upp á því að útiloka eða „blokka“ Sigurð frá því að sjá vegginn hennar á Twitter.

Þann 18. maí síðastliðinn var Edda í viðtali á RÚV þar sem hún segist hafa unnið fyrir stórt fjármálafyrirtæki og að þar hafi síður verið hlustað á hana á fundum vegna mynda sem hún birti af sér á bikiníinu. Þetta var hins vegar ekki fjármálafyrirtæki sem Edda var að vinna fyrir heldur lyfjafyrirtæki eins og hún sjálf segir í einkaskilaboðum sem Sigurður birti mynd af. Á myndunum sem Sigurður birtir kemur einnig fram að Edda hafi gerst hústökukona í Danmörku, ekki greitt leigu og að leigjandinn hennar hafi séð sjálfsmynd af henni sem hún birti af sér þar sem hún var enn í íbúðinni, leigjandanum til mikillar undrunar.

Skildu eftir skilaboð