Meint brot á fjöldasamkomu fellt niður

frettinInnlendarLeave a Comment

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál um meint brot á fjöldasamkomu frá því í nóvember á síðasta ári.  Um er að ræða unglingasamkvæmi sem komst í fréttir á sínum tíma. Í bréfi aðstoðarsaksóknara segir: „Með vísan til 4. mgr. 52.gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála tilkynnist að rannsókn málsins hefur verið hætt þar sem ekki er talinn grundvöllur til halda henni áfram."

Málið þótti fréttnæmt, annars vegar vegna þess að húsráðandinn sakaði lögregluna um að kíkja inn um glugga hússins til að  reyna telja unglingana sem voru á heimilinu og hins vegar vegna þess að lögreglan sendi frá sér tilkynningu þar sem hún sagðist hafa séð 20 grímulaus ungmenni yfirgefa svæðið. Á þessum tíma miðuðust samkomur við 10 manns í hverju rými.

Þetta brot má lesa úr lögregluskýrslunni yfir atvikið.

,,Á upptökum má sjá í gegnum forstofugluggann fjóra fara út um hurð sem er bakdyra megin (fyrsti er í svörtum buxum og peysu, annar er dökkklæddur, þriðji er í ljósum buxum og dökkri peysu/bol, fjórði er í dökkum buxur og ljósri hettupeysu og sá fimmti í svartri peysu og buxum og hvítum skóm lokar á eftir þeim. Lögreglumaður Hl527 segir á upptöku að tveir hafi komið út þegar þau komu og því séu aðilarnir orðnir sjö og húsmóðirin sé sú áttunda. Þau segjast sjá einn í glugganum á efri hæðinni sem sé númer níu. Húsmóðirin kemur úr húsinu og spyr hvort hann (varðstjórinn) sé kominn. Hl527 segir að aðili (hvít peysa) hafi verið að hleypa öðrum út, aðilarnir því orðnir ellefu. Einn aðili sést koma inn í íbúðina í ljósum buxum, dökkum bol og dökkri frárenndri peysu, aðili númer tólf (innskot rslm, ekki hægt að fullyrða um hvort sá aðili hafi verið talinn áður). Lögreglumaôur H1527 segir á upptöku að níundu manneskjan sé farin út, hann er klæddur í dökkan stuttermabol og ljósar buxur(innskot rslm, það er þrettánda manneskjan í heildina að meðtalinni tveimur drengjum sem lögregla hitti áður en upptaka hófst og húsmóðurinni sjálfri). H1527 segir að ellefta manneskjan sé að fara út en hafi komið aftur inn (Húsmóðirin stendur fyrir rúðunni þannig að aðilinn sést ekki á upptöku, um fjórtánda manneskjan í heildina) Síðan má sjá aðila í svörtum buxum og hvítum skóm fara út sem er fimmtánda manneskjan í heildina."

Að málið hafi verið fellt niður þýðir að það hefði ekki verið líklegt til sakfellis.

Skildu eftir skilaboð