Munu demókratar í Bandaríkjunum beita sér fyrir nýjum forsetaframbjóðanda?

frettinErlent, Kosningar, StjórnmálLeave a Comment

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist hafa „stjórnað heiminum“ og því þurfi hann engin vitsmunaleg próf til að sanna að hann sé hæfur til embættisins. Forsetinn lét þessi ummæli falla í viðtali við ABC News á föstudaginn.

Þáttastjórnandinn George Stephanopoulos spurði hinn 81 árs gamla forseti  um vaxandi áhyggjur af andlegu og líkamlegu ástandi hans til að gegna embættinu og hvort hann hefði fulla taugafræðilega og vitsmunalega getu, Biden svaraði spurningunni frekar í ósamhengi:

„Ég hef farið í—ég fæ fullt taugaprófum á hverjum degi og ég hef farið í fulla líkamlega—ég hafði—þú veist,—ég meina—ég—ég hef verið á Walter Reed (herlæknismiðstöðinni) fyrir mitt líkamlega þrek. Ég meina - uhm já," sagði hann.

Forsetinn vék sér svo undan spurningunni um hvort hann myndi framkvæma slíkt próf og birta niðurstöðurnar til almennings og hélt því fram að starf hans eitt og sér sannaði að hann væri nógu hæfur til embættisins.

Hér má sjá brot úr viðtalinu sem var sýnt á Good morning America:

Næstu dagar munu skipta sköpum til að ákvarða hvort Biden geti viðhaldið trausti flokks síns, þar sem hann og aðstoðarmenn í kosningabaráttunni halda því fram að frammistaða hans í kappræðunum umtöluðu, hafi verið frávik frekar en vísbending um vitræna hnignun.

Skildu eftir skilaboð