Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er af mörgum sakaður um að þjást af elliglöpum og gerðu kappræðurnar gegn Trump ekkert til að draga úr því áliti hjá mörgum.
Hann bætti enn einum mistökunum í safn sitt þegar hann var að kynna Volodomir Zelensky til leiks á fundi NATO en Zelensky er forseti Úkraínu sem hefur staðið í átökum við Rússa undanfarin ár.
Þegar kom að því að kynna Zelensky sem næsta ræðumann tilkynnti Biden að næsti ræðumaður væri „Pútín forseti“.
Zelensky stóð vandræðalegur til hliðar þegar tilkynningin kom en Biden leiðrétti hana þó skömmu síðar en mismæli Biden eru bara þau nýjustu í langri röð mistaka sem forsetinn hefur gert upp á síðkasti
Myndband af mistökunum er hægt að sjá hér fyrir neðan.