Ráðgjafi Í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna segir Biden ætla að hætta að styðja Ísrael eftir kosningar

JonErlentLeave a Comment

Project Veritas eru þekktir fyrir áhrifamikla rannsóknarblaðamennsku þar sem þeir hafa villt á sér heimildir til að fá fólk í háttsettum stöðum til að segja frá ýmsum leyndarmálum.

Nýlega fékk blaðamaður þeirra Sterlin Waters, sem er ráðgjafi í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna til að opna sig, en hann hélt að hann væri á stefnumóti þegar hann blaðraði ýmsum leyndarmálum sem ekki máttu líta dagsins ljós.

Eitt það helsta sem Waters sagði blaðamanni var að Joe Biden hefði í hyggju að hætta að mestu stuðningi við Ísrael, en til að það væri mögulegt þyrfti hann að bíða fram yfir kosningar.

Waters sagði að ef að Biden myndi vinna kosningarnar gæti hann sagt nei við því að senda fjármagn og vopn til Ísraela en slíkt yrði að bíða eftir kosningar þar sem stuðningur Ísraela gæti verið lykilatriði í kosningabaráttu hans.

Samkvæmt Waters myndi Biden tapa kosningunum ef hann myndi taka afstöðu gegn Ísrael fyrir kosningar vegna stuðnings við Ísrael innan Bandaríkjanna og hversu margir af lykilmönnum innan stjórnmála í Bandaríkjunum styddu Ísrael.

Waters tekur einnig fram að þó Ísraelar fái stuðning Bandaríkjanna að svo stöddu myndi það sannarlega breytast ef Biden skyldi vinna kosningarnar í ár.

Skildu eftir skilaboð