Það eru aðeins nokkrir dagar síðan að Harry prins tók við „Pat Tillman verðlaununum fyrir þjónustu fyrir konungsfjölskylduna“ sem var veitt af Tillmans aðmíráls, fyrrverandi yfirmanns breska sjóhersins.
En martröðin heldur áfram fyrir Harry og Meghan, og er það orðið deginum ljósara hversu umfjöllun hjónanna og bókin sem Harry gaf út um konungsfjölskulduna, virðist hafa skaðað tengslin milli hans og Vilhjálms bróður hans.
Nú hefur verið greint frá því að konungsfjölskyldan hafi verið hvött til að „rjúfa öll tengsl“ við Harry og Meghan, þar sem hann hertoginn og hertogaynjan af Sussex hafa verið útilokið frá öllum athöfnum.
Konunglegi fréttaskýrandi Dee Dee Dunleavy sagði í viðtali við Post að konungsfjölskyldan forðist allt tal um sátt og einbeiti sér þess í stað að svipta hjónin konunglegum titlum sínum.
„Það er talað um að Vilhjálmur sé orðinn harðjaxlinn í konungsfjölskyldunni. Karl konungur er auðmjúkur, og ég held að hann vilji taka Harry aftur í sátt,“ segir Dunleavy á Sky News Australia.
„Vilhjálmur hefur tekið að sér hlutverkið sem Philip prins hafði, hann var harðjaxlinn. Ég get líka skilið afstöðu hans, hann tekur því ekki sem léttvægu að Harry hafið valdið usla á meðan drottningin var á dánarbeði sínu. Það er líklega ástæðan fyrir því að Vilhjálmur er svona reiður út í Harry, en ég get bara ekki séð Harry prins ganga aftur í fjölskylduna efir allt sem á undan er gengið,“ bætti hún við.