Melania Trump sendir út yfirlýsingu vegna banatilræðisins

frettinErlentLeave a Comment

Melania Trump sendi bandarísku þjóðinni skilaboð í gær til þar sem hún bregst við morðtilraun á eiginmanni hennar, Donald Trump fyrrverandi forseta, á fundi í Pennsylvaníu í fyrradag.

Í yfirlýsingunni minnist hún á son þeirra Barron, og grunaða byssumanninn sem hefur verið myrtur af lögreglu, og fjölskyldur fórnarlambanna sem létust í árásinni. Hún þakkaði einnig lögreglunni fyrir og talaði um mannlega hlið maka síns á þann hátt sem hún hefur ekki opnað sig um áður.

„Ég er að hugsa um ykkur núna, Bandaríkjamenn. Við höfum alltaf verið einstakt samfélag. Ameríka, nú er nóg komið af hatri, en hugrekki okkar og skynsemi verður að hafa yfirhöndina og koma okkur saman aftur sem ein heild,“ skrifar Melania Trump.

„Þegar ég horfði á byssukúluna hitta eiginmann minn, Donald, áttaði ég mig á því að líf mitt og Barrons er á barmi skelfilegra breytinga. Ég er þakklát hugrökkum leyniþjónustumönnum og löggæslumönnum sem hættu eigin lífi til að vernda manninn minn.“

„Fjölskyldum hinna saklausu fórnarlamba sem nú þjást nú vegna þessu viðbjóðslega voðaverks, votta ég auðmýkt mína og innilegustu samúð. Þörfin til að kalla fram innri styrk af svo hræðilegri reynslu hryggir mig,“ hélt hún áfram.

„Skrímslið sem réðst svo ómannúðlega á manninn minn vegna pólitísks ágreinings og reyndi að drepa ástríðu Donalds, hlátur hans, hugvitssemi, ást á tónlist og innblástur.  Þetta er kjarninn á lífi eiginmanns míns sem er hans mannlega eðli og reynt var að deyða í pólitískum tilgangi.

„Donald er gjafmildasti og umhyggjusamasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og verið með um árabil í gegnum súrt og sætt,“ skrifar Melania.

Yfirlýsinguna má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð