Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti Íslands, ræðir við Christiane Amanpour á CNN um hvernig megi gera stjórnmál innihaldsríkari og minna eitruð.
Halla er spurð hvað henni finnist um nýafstaðina árás á Donald Trump og hvernig Íslendingar myndu bregðast við slíku.
„Ég er einfaldlega mjög sorgmædd, og það er enginn staður í veröldinni fyrir ofbeldi hvorki fyrir stjórnmálafólk eða aðra, en við erum að sjá þetta í vaxandi mæli, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur um heim allan þó það virðist meira magnþrungið hér,“ segir Halla.
Halla notaði tækifærið og óskaði fjölskyldu þeirra sem létust í árásinni sínar dýpstu samúðarkveðjur.
Halla segist getað tekið undir með Ian Brammer um helstu ógnir heimsins í Alþjóðlegu áhættuskýrslunni, að mesta ógnin í dag er að „Ameríka stendur í stríði við sig sjálfa.“
Aðspurð segir Halla að ofbeldi sé að færast í aukanna á Íslandi, en hún hafi í sinni kosningabaráttu lagt áherslu á það að taka samtalið við þjóðina og að þjappa fólki saman. Hún segir ekkert svigrúm hafa verið fyrir niðurrifsöfl í sinni kosningabaráttu og hafi lagt áherslu á að virkja unga fólkið fyrir framtíðina.
Halla fór yfir sögu Íslands þegar að kemur að jafnrétti kynjanna og minnist þess þegar frú Vigdís Finnbogadóttir, var kjörin forseti Íslands fyrst allra kvenna í heiminum árið 1980.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér: