Erna Magnúsdóttir, dósent í Háskóla Íslands, lét hatursfull ummæli falla á facebook um fv. forseta Bandaríkjanna og núverandi frambjóðanda Donald Trump. Erna segist viðurkenna það að hún hafi „óskað þess í nokkrar sekúndur að árásarmaðurinn hefði hitt Trump.“ Mörgum þykir færslan fara yfir öll velsæmismörk og ofbýður ummælin.
Erna bætir svo um betur og líkir Trump við kakkalakka: „En er ansi hrædd um að gjáin hefði víkkað enn meira hefði það gerst. Svona eins og þjóðsagan um að ef maður kremji kakkalakka sprautist eggin út um allt og gefi af sér 100 afkvæmi í stað þess eina kramda.“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor fv. samstarfsfélagi Ernu er einn þeirra sem ofbýður ummælin og vekur athygli á færslunni, hann segir þetta einhver viðbjóðslegustu hatursskrif sem hann hefur séð lengi, og spyr sig hvort að Erna sem starfsmaður Háskólans hafi farið út fyrir mörk hins leyfilega?
Erna Magnúsdóttir er lesendum Fréttarinnar kunnug því hún fór hátt í covid bólusetningaráróðrinum og með að gera lítið úr kraftaverkalyfinu Ivermectin. Hún var gestur í þætti Gísla Marteins þar sem hún kallaði lyfið hestalyf og gaf í skyn að væri ekki ætlað mönnum. Lyfið hefur hinsvegar verið notað á menn síðan 1987 með frábærum árangri og bjargað milljónum mannslífa, hlaut m.a. nóvelsverðlaun árið 2015 fyrir virkni sína. Lyfið er bæði notað fyrir menn og dýr líkt og sýklalyfið Penicillin.
Hér má lesa grein um sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna sem tapaði stríði sínu gegn kraftaverkalyfinu sem gagnast hefur vel gegn Covid kvefpestinni: