Jack Black óánægður með hljómsveitarfélaga sinn eftir að hann óskaði Trump dauða á sviði

JonErlent, Fræga fólkiðLeave a Comment

Tónlistarmaðurinn Jack Black var ekki ánægður með samstarfsmann sinn Kyle Gass úr hljómsveitinni Tenacious D en á sunnudaginn lét Gass ósmekkleg ummæli falla á tónleikum hljómsveitarinnar.

Gass sem var að fagna 64 ára afmæli sínu fékk köku upp á svið meðan Black söng afmælissönginn fyrir hann og rétt áður en hann blés á kertinu segir Gass „Don‘t miss Trump next time“ sem þýðir á íslensku að hann vonar að næsti byssumaður hæfi Trump.

Næstu tónleikum sem áttu að fara fram 16. júlí var aflýst aðeins nokkrum klukkustundum áður en tónleikahúsið átti að opna.

Jack Black var ósáttur við hljómsveitarmeðlim sinn og aflýsti því næstu tónleikum.

Í yfirlýsingu á Instagram síðu sinni segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Jack Black að hann hafi engan veginn búist við því að félagi sinn myndi láta þetta út úr sér og að hann sjálfur myndi aldrei styðja ofbeldi eða hatursorðræðu á nokkurn hátt en tilkynninguna má sjá í heild sinni hér.

Einnig segir Black, sem er þekktur fyrir að halda sig frá pólitík, að honum finnist ekki rétt að halda áfram með tónleikaferð hljómsveitarinnar að svo stöddu

Hægt er að sjá myndbandið umdeilda frá tónleikunum hér fyrir neðan.

Skildu eftir skilaboð