Segja ómögulegt að leyniþjónustan hafi ekki vitað af skotmanninum

JonErlentLeave a Comment

Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir störf sín þegar reynt var að myrða Donald Trump síðastliðinn laugardag.

Gagnrýnin snýst fyrst og fremst um hversu lítinn radíus leyniþjónustan tryggði í kringum forsetann og að ekki hafi verið brugðist við þegar nærstaddir vöruðu við byssumanni uppi á þaki.

Nú hafa fyrrum meðlimir leyniþjónustunnar látið í sér heyra og einn þeirra, Charles Marino, sagt að leyniþjónustan hafi átt að vakta öll húsþök þar sem hægt hefði verið að skjóta á Trump, samkvæmt Global News

Hann segir að svo slíkt ætti að geta verið mögulegt hefði maðurinn þurft að vera falinn eða hulið vopn sitt þar til skotið reið af, en nú er vitað að hvorugt átti við í þessu tilfelli, enda höfðu nærstaddir bent á manninn margoft.

Hér má sjá loftmynd af umhverfinu og hversu nálægt skotmaðurinn komst.

Julia Pierson, fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar hefur einnig bent á að það sé á ábyrgð leyniþjónustumanna að tryggja nógu stóran öryggisradíus kringum forsetann og að í þessu tilfelli hafi hann ekki verið nálægt því nógu stór en þau rök eru notuð að skotmaðurinn hafi verið utan þess hrings sem leyniþjónustan hafði ákveðið.

Húsþakið var bara í um 150 metra fjarlægð frá ræðupúlti Trump en Pierson segir að venjuleg viðmið þegar kemur að því að tryggja öryggi Bandaríkjaforseta séu um 900 metrar en allt sem er nær en það sé skot ætti að hitta í mark fyrir atvinnumann.

150 metrar sé svo lítil fjarlægð að þeir sem ætla að undirgangast herþjónustu þurfa að geta hæft skotmark á stærð við mann á því færi með svipuðum riffli og þeim sem tilræðismaðurinn notaði.

Þegar loftmyndin er skoðuð þá er einmitt með ólíkindum að húsþakið hafi ekki verið vaktað gaumgæfilega eða mannað með öryggisgæslu en það er í beinni skotlínu við Trump og einnig sá flötur sem næstur er forsetanum.

Skildu eftir skilaboð