Fréttastofa CNN er orðin nokkuð þekkt fyrir að vera harðir andstæðingar Repúblikana í Bandaríkjunum og þar er þáttastjórnandinn Kate Bolduan ekki undantekning.
Fyrrum leyniskyttan og núverandi frambjóðandi Repúblikana, Cory Mills var gestur í þætti Bolduan en Mills hefur meðal annars starfað í sérsveitum Bandaríkjahers og hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að svona gæslu.
Eftir stutta umræðu segir Mills að jafnvel þó svo að einungis hafi verið ákveðið að hafa öryggis radíusinn 100 metra þá sé staða húsþaksins á þann hátt að engum hefði dottið í hug að skilja þann flöt eftir óvaktaðan.
Mills segir að flötur eins og húsþakið, með beina sjónlínu að forsetanum og þar að auki í meiri hæð en skotmarkið sé einfaldlega draumastaða leyniskyttu þegar fjarlægðin er tekin inn í myndina.
Mills tekur fram að til þess að byssumaðurinn geti svo mikið sem komist í aðstöðu til að skjóta á forsetann á þessum stað þá þurfi vanhæfni leyniþjónustunnar að vera svo mikil að hann geti ekki með góðri samvisku útilokað að um samsæri sé að ræða til að ráða Trump af dögum.
Þáttastjórnandinn fer í mikla vörn og segir að ekki sé hægt að kenna Joe Biden um þetta en Mills svarar um leið að hann hafi hvergi minnst á Biden.
Bolduan segir að það sé allt annað ef almenningur segi eitthvað í þessa átt en annað ef að frambjóðandi til þingsins og fyrrum leyniskytta geri það.
Mills svarar því til að allt annað hafi verið reynt til að koma Trump úr umferð en mistekist og að hann væri ekki að segja að um samsæri sé að ræða en vanhæfnin í þessu tilfelli sé einfaldlega svo mikil að ekki sé hægt að útiloka slíkt.
Hægt er að horfa á viðtalið við Mills á CNN hér fyrir neðan:
JUST IN: CNN host loses it after former US Army sn*per Cory Mills suggests the July 13 assas*ination attempt on Trump *could have been* a setup.
— Collin Rugg (@CollinRugg) July 16, 2024
Holy sh*t.
Mills explained how everything about the incident made no sense.
CNN anchor Kate Bolduan was visibly stunned and… pic.twitter.com/ss6G0opgKx