Georgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, segir að uppbygging sólarrafhlöðna á ræktuðu landi sé „ógn við matvælaframleiðslu“.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld á Ítalíu ganga gegn dagskrá World Economic Forum(WEF).
Frumvarpið, sem felur í sér bann við bæði framleiðslu og markaðssetningu á tilbúnum matvælum og fóðri, hefur verið samþykkt á landsþingi með miklum meirihluta, 93 greiddu já, 28 nei og 33 sátu hjá við frumvarpið. Þá er í frumvarpinu regla sem bannar hugtakið „kjöt“ um matvæli sem unnin eru úr jurtapróteinum eða svokallað gervikjöt.
Andstaða Ítalu við gervifæði er enn útbreiddari meðal ítölsku þjóðarinnar en á þingi. Í nýlegri könnun kemur fram að stuðningur almennings við frumvarpið sé 74%.
Hagsmunaatðilar „grænnar dagskrár“ WEF eru að sjálfsögðu ekki mjög ánægðir með þetta og kvarta yfir því að það muni grafa undan „grænu markmiðunum“ og að Ítalía geti þar með ekki staðið við loftslagsmarkmið sín fyrir árið 2030.
Áfram verður heimilt að setja sólarrafhlöður sem eru settar í 2,1 metra hæð yfir jörðu þannig að ræktun geti vaxið undir plötunum.
Bændur eru hraktir frá landi sínu og tapa á uppbyggingu sólarorkuvera
„Græna stefnan“ er víða þvinguð en bændur í Stóra-Bretlandi hafa verið hraktir af landi sínu vegna uppbyggingar sólarorkuvera. Efnamiklir fjárfestar hafa með stuðningi yfirvalda keypt upp landbúnaðarlönd - Net Zero dagskráin er sett framar matvælaframleiðslu.
Í langan tíma hafa stóru matvælakeðjurnar í Bretlandi hagnast mjög og tekið út mikinn hagnað, bændur hafa ekki fengið að taka þátt í hækkun matvælaverðs, þó þeir hafi stækkað, leigt land af þeim sem hafa gefist upp og reynt að laga sig að kröfum um hagkvæmni og breytt yfir í enn stærri rekstur.
Minette Batters, fyrrverandi forseti Landssambands bænda, talar um að auðugir fjárfestar kaupi upp landsbyggðina. Hún sagði að slíkar breytingar á landnotkun eiga sér stað víðs vegar um landið, bændur séu að leggjast niður og fjárfestar, þar á meðal erlendir fjármálamenn og einkahlutafélög, eigi peninga til að kaupa upp stór landsvæði algjörlega óheft og hún varar við: „Jörðin er til sölu. ." Bretland þarf sterkari jarðvegsvernd.
One Comment on “Ítalía bannar sólarrafhlöður á ræktuðu landi”
https://www.geoengineeringwatch.org/