Mark Halperin greinir nú frá því að Joe Biden muni draga framboð sitt til baka á morgun sunnudag.
Áhrifamiklir samflokksmenn hans eins og Barack Obama, Chuck Schumer og Hakeem Jeffries efast allir um getu Biden til að gegna embættinu, og hefur verið mikill þrýstingur úr þeirra röðum að Biden láti nú gott heita.
Chuck Schumer og Hakeem Jeffries vinna nú á bak við tjöldin við að koma Joe Biden úr embættinu.
Chuck Schumer, leiðtogi meirihluta öldungadeildarinnar, og Hakeem Jeffries, leiðtogi minnihluta fulltrúadeildarinnar, sannfærðu demókrataflokkinn um að fresta atkvæðagreiðslu sinni um útnefningu forseta.
Samkvæmt Mark Halperin er ekki búist við að Biden muni styðja Kamöla Harris til embættisins.
Halperin segir að það verði opinn fundur með Harris og um þremur öðrum á næstu dögum. Hann stakk þó upp á nokkrum hugsanlegum varaforsetakostum fyrir Harris: Þeir Andy Beshear ríkisstjóri Kentucky og Josh Shapiro ríkisstjóri PA.
Biden er nú sagður vera að ráðfæra sig við fjölskyldu sína um hvernig best væri að stíga til hliðar, en líklegt þykir að það verði annaðkvöld sem hann muni tilkynna það.
Talsmaður Hvíta hússins, Andrew Bates, þverneitar þó að forsetinn sé á förum.
BREAKING NEWS: Multiples sources outline the apparent state of play on Biden at this time:
* plans to announce withdrawal from nomination as early as this weekend, with Sunday most likely
* Jon Meacham polishing up remarks
* Biden with NOT resign the presidency
* Biden will… https://t.co/l0LrfDTvOL
— Mark Halperin (@MarkHalperin) July 18, 2024