Donald Trump ræddi við Volodymyr Zelensky í síma í gær, og greina heimildarmenn þess síðarnefnda frá því að samtalið hafi gengið „ótrúlega vel“.
Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022, Trump hét að sögn að leita „réttláts friðar í Úkraínu“ ef hann snýr aftur til Hvíta hússins í nóvember.
Trump var ánægður með samtalið og segir að hann muni vinna að friðarsamning milli Moskvu og Kyiv. Aðili nákominn Zelenskyy, sem óskaði nafnleyndar segir að símtalið hafi gengið „ofur vel“ og að Trump hafi heitið því að „ná réttlátum friði í Úkraínu“ ef hann vinnur Hvíta húsið til baka.
Samkvæmt báðum aðilum var símtal gærdagsins hefðbundnara en diplómatískt, þar sem Zelenskyy óskaði Trump til hamingju með að vera nú orðinn formlega forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins.
Trump skrifaði á Truth Social eftir samtalið og staðfesti að hann myndi leitast við að semja um friðarsamning til að binda enda á átökin.
„Ég, sem næsti forseti Bandaríkjanna, mun koma á friði í heiminum og binda enda stríðið sem hefur kostað svo mörg mannslíf og eyðilagt óteljandi saklausar fjölskyldur,“ skrifaði Trump. „Báðir aðilar munu geta komið saman og samið um friðarsamning sem bindur enda á ofbeldið og ryður braut til velmegunar.“