Joe Biden dregur framboð sitt til baka

frettinErlentLeave a Comment

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna til baka.

Þetta kemur fram í færslu forsetans á X,  en þar lýsir hann yfir stuðningi við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem eftirmann sinn og hvatti fólk til þess að styrkja kosningabaráttu hennar.

Mikill þrýstingur frá áhrifamiklum samflokksmönnum er sagður hafa átt ríkan þátt í ákvörðuninni, Barack Obama, Chuck Schumer og Hakeem Jeffries, eru á meðal þeirra sem hafa efast um getu Biden til að gegna embættinu.

Í yfirlýsingunni segir Biden að það hafi verið sín bestu ákvörðun að velja Harris sem varaforsetaefni á sínum tíma.

Þessi ákvörðun hans kemur einhverjum á óvart því samkvæmt heimildum hafði Biden ekki hug á að styðja Harris til embættisins, sem hún var ósátt með að sögn heimildarmanna. Haldin var neyðarfundur nú um helgina þar sem hún óskaði eftir skýringum. Nú virðist Biden hinsvegar hafa dregið í land og segist styðja Harris.

Skildu eftir skilaboð