Washington Post fjarlægir færslu eftir mikla gagnrýni

frettinErlent, FjölmiðlarLeave a Comment

The Washington Post hefur fengið á sig gagnrýni eftir að starsmaður miðilsins sýndi foreldrum eins gíslanna mikla óvirðingu í færslu á X.

Starfsmaðurinn gerir lítið úr syrgjandi foreldrum bandarísks-ísraelsks ríkisborgara sem haldið er í gíslingu af hryðjuverkamönnum Hamas, og skammar hann blaðið fyrir að birta sögu foreldranna.

Fréttin sem Washington Post birti er viðtal við foreldra Omer Neutra, sem hefur verið í haldi Hamas síðan 7. október síðastliðinn. Starfsmaðurinn sem setur færsluna á X, skrifar: „REYNA AÐ FRELSA SON SINN frá Hamas, er það allt og sumt.“ 

Dagblaðið hefur fengið á sig mikla gagnrýni í kjölfarið og menn undrast skilningsleysið, þar sem lítið er gert úr þrá foreldranna til að endurheimta son sinn úr haldi hryðjuverkasamtakanna.

Washington post greinir svo frá að höfundur greinarinnar hafi ekki átt þátt í færslunni á X, og segja að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða vegna málsins.

Skildu eftir skilaboð