The Washington Post hefur fengið á sig gagnrýni eftir að starsmaður miðilsins sýndi foreldrum eins gíslanna mikla óvirðingu í færslu á X.
Starfsmaðurinn gerir lítið úr syrgjandi foreldrum bandarísks-ísraelsks ríkisborgara sem haldið er í gíslingu af hryðjuverkamönnum Hamas, og skammar hann blaðið fyrir að birta sögu foreldranna.
Fréttin sem Washington Post birti er viðtal við foreldra Omer Neutra, sem hefur verið í haldi Hamas síðan 7. október síðastliðinn. Starfsmaðurinn sem setur færsluna á X, skrifar: „REYNA AÐ FRELSA SON SINN frá Hamas, er það allt og sumt.“
The parents of Israeli-American hostage Omer Neutra have one goal: TRYING TO FREE THEIR SON from Hamas captivity.
That's all they need to say.
How could this tweet have been posted? Shame on @WashingtonPost for calling the Neutra’s morality into question. pic.twitter.com/ogx95SfV0C
— American Jewish Committee (@AJCGlobal) July 19, 2024
Dagblaðið hefur fengið á sig mikla gagnrýni í kjölfarið og menn undrast skilningsleysið, þar sem lítið er gert úr þrá foreldranna til að endurheimta son sinn úr haldi hryðjuverkasamtakanna.
Washington post greinir svo frá að höfundur greinarinnar hafi ekki átt þátt í færslunni á X, og segja að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða vegna málsins.
A previous post referencing the below story was unacceptable and did not meet our editorial standards, and The Post has deleted it. The reporter of the story was not involved in crafting the tweet. We have taken the appropriate action regarding this incident.…
— The Washington Post (@washingtonpost) July 19, 2024