Fjögurra manna fjölskylda sem varð fyrir því óskemmtilega atviki að vera vísað frá borði hjá flugfélaginu Play, segir farir sýnar ekki sléttar af flugfélaginu og hefur ákveðið að leita réttar síns. Ekki bætti úr skák þegar að DV skrifaði um málið í allt annarri mynd en raunverleg málsatvik, segir faðirinn.
Fjölskyldufaðirinn sem vill ekki láta nafn síns getið sökum viðkvæmra persónulegra upplýsinga, hafði samband við Fréttina til að greina frá sinni hlið á málinu, og segir hann það mikið áfall fyrir sig og fjölskylduna að hafa verið uppnefndur „flugdólgur“ í fjölmiðlum þegar það á ekki við rök að styðjast.
Maðurinn segir flugfélagið segja ósatt um málavexti og stundi þar lygar og þvætting um atburðarrásina, sem átti sér stað þann 16. júlí síðastliðinn.
Greiddu fyrir sæti með þau fengu ekki að nýta
Málið atvikaðist þannig að sex menneskjur bókuðu flug frá Kaupmannahöfn með Play, hinn meinti flugdólgur hafði bókað og greitt fyrir alla miðana á sömu kennitölu. Þá hafi tveir úr ferðinni forfallast, og litu þau svo á að þau hefðu tvö aukasæti og því meira pláss sem getur reynst þæglegt í flugi.
Við innritun greindi fjölskyldan frá því að tveir hefðu forfallast og komust þá að því að það flokkast undir svokallaðar “no show” persónur, en þeim var ekki tjáð neitt umfram það og gerðu því ráð fyrir að þau héldu sætunum sem þau höfðu greitt fyrir, maðurinn tekur dæmi þess að fólk í mikilli yfirþyngd neyðist stundum til að kaupa sér tvö sæti.
Þegar fjölskyldan var komin um borð og búin að koma mér fyrir í sætunum, kemur flugþjónn og spyr kurteisislega hvort að sætin séu ekki laus, fjölskyldufaðirinn svarar kurteisislega á móti að búið að greiða fyrir sætin og hann vilji helst nota þau á þeim forsendum.
Flugþjónnin svaraði því að hann skildi sjónarmiðið vel og gengur svo í burtu. Á þessum tímapunkti telur fjölskyldufaðirinn að þarna sé komin endanleg staðfesting á því að sætin væru í þeirra afnotum, enda fullgreidd.
„Er eitthvað vandamál með þessi tvö sæti“
Skömmu síðar kemur yfirflugfreyjan til fjölskyldunnar fremur pirruð að sjá og spyr nokkuð harðorð, „hvort það sé eitthvað vandamál með þessi tvö sæti,“ maðurinn svarar þá: „nei, ekki af okkar hálfu.“ Flugfreyjan tekur þá fram að flugfélagið ráði því hvernig sætunum er háttað.
Á þessum tímapunkti er eiginkona mannsins orðin fremur pirruð enda búið að gefa í skyn áður að sætin sem þau greiddu fyrir, væri í þeirra afnotum á meðan á flugferðinni stóð. Flugfreyjan sýndi að sögn mannsins, enn meiri hroka þar til hann ákveður að spyrja um fullt nafn, sem honum þótti mikilvægt því hann sé ekki vanur slíkur dónaskap frá þjónustufólki, þeirri beiðni var hafnað.
Fjölskyldufaðirinn spyr þá hvað sé málið og hvort þau fái ekki að halda sætunum sem þau greiddu fyrir, flugfreyjan hörfar þá í burt án þess að svara spurningunni.
„Verið að skoða að vísa þér úr vélinni“
Eftir dálitla stund kemur flugfreyjan til baka og segir að það sé verið að skoða það að vísa föðurnum út úr flugvélinni. Fjölskyldan varð forviða og skildi ekkert í stigmögnuninni og spyr faðirinn hvort þeim sé sama að atvikið sé tekið upp á myndband því málavextir voru þess eðlis og alvarlegir að manninum þótti mikilvægt að hafa sönnun í formi myndbands. Flugfreyjan neitaði því staðfastlega og sagði ekki leyfilegt að taka upp myndbönd um borð í vélinni.
Maðurinn lagði þá símann frá sér því hann vildi ekki valda usla í vélinni, og útskýrir svo fyrir flugfreyjunni að sæti miðist við kaup á plássi, því honum fannst hún vera að halda öðru fram. Þá segir hún að búið sé að breyta miðunum fyrir aðra farþega sem þurfi að komast í sætin.
Ekki boðin endurgreiðsla
Fjölskyldufaðirinn var undrandi á að það væri búið að selja sæti sem hann hefði þegar keypt, og enginn hafði boðið honum endurgreiðslu við innritun. Svo koma tvö feðgin með flugmiða sem vísa í sætin umræddu og fara þeir að ræða um málið. Flugfreyjan birtist þá skyndilega og segist ætla að tala við flugstjórann, skömmu síðar birtist húna aftur með tvo öryggisverði með sér í för, og skipun frá flugstjóra um að vísa föðurnum úr vélinni.
Á þessum tímapunkti var eiginkona mannsins orðin forviða á öllu því sem á undan var gengið, og sá hún að við blasti að eiginmaður hennar fengi ekki að fljúga í þessari ferð, hún hafði engan hug á að skilja manninn sinn eftir á Danmörku og yngri dóttir þeirra var orðin verulega skelkuð og brast í grát vegna áreitis áhafnarinnar. Hildur yfirflugfreyja sagði þá við eiginkonuna „þér er velkomið að fara líka“.
Gert að yfirgefa vélina
Málið atvikaðist svo að lokum þannig að öll fjögur yfirgáfu vélina, danskir öryggisverðir mættu á staðinn og reyndi sitt besta til að aðstoða fjölskylduna sem stóð þarna með mikið tap og ekkert flug heim til Íslands og sá einnig fram á að þurfa að greiða fyrir hótel þangað til þau kæmust heim til Íslands.
Fjölskyldufaðrinn segir að málið hafi tekið mikið á sig og fjölskylduna, þetta hafi ollið honum ofsakvíða ofan á að þurfa að punga út fyrir nýjum og dýrum flugmiðum. Flugfélagið hafi ekki sýnt neinn samstarfsvilja og hafi þau einungis upplifað hroka og dónaskap í kjölfar þess að brotið var alvarlega á þeim og traðkað á réttindum þeirra.
Ranglega uppnefndur „flugdólgur“ í fjölmiðlum
Þá hafi komið fjölskyldunni opna skjöldu að sjá umfjöllun um málið á DV þar sem maðurinn er uppnefndur flugdólgur og segir hann það hafa verið verulega sárt að lesa slík ósannindi og rógburð um atvik málsins, því enginn flugdólgur hafi átt sér stað nema kannski að hálfu áhafnar vélarinnar. Honum þykir undarlegt að ca. 10 mín eftir að þau stigu frá borði er skrumskælda fréttin birt á DV, án þess að nokkur hafði samband við hann sjálfan eða fjölskyldumeðlimi. „Þarna er um hreina og beina lygi að ræða“ segir maðurinn í samtali við Fréttina og furðar hann sig á því hversu fljótt miðilinn komst í málið og spyr sig hvort einhver úr áhöfninni hafi lekið þessum falsupplýsingum. Fyrirsögn fréttarinnar á DV er „Flugdólgur með barn olli usla í vél Play.“
Frá því að málið kom upp hefur Play verið síður en svo hjálplegt en hafa einungis boðið fjölskyldunni endurgreiðslu fyrir hluta af flugmiðunum, sem fjölskyldunni finnst ekki nóg því tjónið hafi verið umfangsmeira og hafi þau tapað miklum fjármunum vegna málsins og orðið fyrir andlegu áfalli. Til að bæta gráu ofan á svart, fengið á sig opinbera niðurlægingu í gegnum fjölmiðla. Fjölskyldufaðirinn segir málinu hvergi lokið og hafa þau ráðfært sig við lögmann sem er að undirbúa næstu skref.
Ekki náðist í Play við gerð fréttarinnar, sem býður einungis upp á samtal við vélmenni og ekki er hægt að ná í félagið símleiðis:
One Comment on “Fjölskyldufaðir ósáttur með umfjöllun og ætlar að leita síns réttar eftir að flugfélagið Play braut á fjölskyldunni”
Úff gangi þér vel.. En það sem maður hefur heyrt er að ef þú kemur ekki í flugið þá ertu búin að ónýta miðann þinn og þvi orðin default.. En ég skil Miða kaupandann full vel en svona er þessi bransi. Tel samt gott að hann fari í mál við flugfélagið en er viss um að öll flugfelög myndi gera það sama. Myndi fara í mál við DV.is fyrir að hafa sett þetta svona upp.. og audda við Play að senda fjölskyldun úr vélinni.