Myndbönd sem gera grín að varaforseta Bandaríkjanna skjóta aftur upp kollinum

JonErlentLeave a Comment

Joe Biden tilkynnti nýlega að hann myndi ekki gefa kost á sér í næstu forsetakosningum og hann óskaði eftir því að Kamala Harris varaforseti, yrði tilnefnd sem forsetaefni Demókrata í hans stað. Þó svo að Biden ráði ekki hver verður forsetaefni, þá hafa margir stigið fram og lýst yfir stuðningi við Harris.

Eftir tilkynninguna hafa mörg myndbönd farið af stað þar sem gert er stólpagrín að Harris, og meðal þeirra er fjögurra mínútna myndband sem má sjá hér neðar.

Hitt er svo augnablikið þegar að mótframbjóðandi hennar, Tulsi Gabbard, skaut fast á hana og skammaði fyrir að hafa hlegið þegar hún var spurð hvort hún hefði einhvern tímann reykt gras. Ástæðan fyrir reiði Gabbard var vegna þess að Harris hafði komið rúmlega 1.800 manns í fangelsi fyrir sama glæp og hún sjálf svo gott sem viðurkenndi með hlátri sínum að hafa framið sjálf.

Þeir dómar sem Harris hefur valdið nema rúmlega 10.000 árum samtals, en það sem verra var fyrir hana er að Gabbard benti einnig á að hún hafi haldið leyndum sönnunargögnum sem sönnuðu sakleysi manns sem átti yfir höfði sér dauðadóm. Harris vann sem saksóknari á þeim tíma og lagði ekki fram sönnunargögnin fyrr en hún var neydd til þess að dómstólnum, en maðurinn hefði líklega endað á dauðadeild ef gögnin hefðu ekki verið lögð fram.

Kosningateymi Donald Trump hafði augljóslega gert ráð fyrir að Harris yrði tilnefnd af Biden, því aðeins augnablikum eftir að Harris var tilnefnd sendu þau frá sér myndband þar sem stólpagrín er gert að varaforsetanum.

Myndböndin má sjá hér fyrir neðan:

Skildu eftir skilaboð