Fyrsti leikur Ólympíuleikanna var milli Marokkó og Argentínu, óhætt er að segja að leikarnir fari byrji ekki vel því fresta þurfti leiknum í um tvo tíma.
Ástæðan var sú að Marokkó komst í stöðuna 2-0 en Argentína minnkaði muninn á 68. mínútu en óvenju miklu var bætt við leikinn vegna tafa og þegar 16 mínútur voru liðnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Argentína það sem flestir héldu að væri jöfnunarmarkið.
Við þetta trylltust aðdáendur Marokkó og sumir þeirra réðust inn á völlinn og reyndu að ráðast á leikmenn Argentínu meðan aðrir köstuðu blysum og litlum sprengjum í átt að leikmönnum Argentínu, sem var sjáanlega brugðið, en sprengjurnar litlu voru líklega kínverjar.
Leikurinn var flautaður af tímabundið og stóð frestunin yfir í um tvær klukkustundir en á meðan var leikvangurinn rýmdur og farið yfir markið með VAR tækninni.
Markið var á endanum dæmt af vegna rangstöðu og hélt leikurinn áfram eftir þessar tvær klukkustundir en svo flautaður af aftur eftir einungis þriggja mínútna leik.
Marokkó sigraði því Argentínu með tveimur mörkum gegn engu en óhætt er að segja að óeirðirnar hafi sett svartan blett á sigur þeirra.
BREAKING: Crowds at the Olympics throw firecrackers at Argentina players, prompting the match suspension between Morocco and Argentina. Angry Moroccan fans storm the pitch after Argentina's equalizing goal, causing chaos and disrupting the game. pic.twitter.com/KTtwLrqP4M
— Calay News (@CalayNewsOnX) July 24, 2024
One Comment on “Fyrsta atvik Ólympíuleikanna – Aðdáendur Marokkó réðust inn á völlinn og köstuðu logandi blysum að leikmönnum”
Ég skil nú ekki afhverju fjölmiðlar eru að byrta fréttir af þessum leikum sem virðast vera kallaðir Ólympíuleikar?
Ég vissi ekki betur að heimspólitíkin ætti EKKI heima í heimi íþrótta og tómstunda, það er allavega kjörorðið þegar það hentar vesturheimi.
Ég lít á þessa keppni sem ólympíuleika þegar sumar þjóðir eru bannaðar vegna heimspólitíkarinar.