Ólympíuleikarnir: Júdókeppandi neitaði að taka í hönd mótherja frá Ísrael og hrópaði „Allah Akbar“

frettinErlent, ÍþróttirLeave a Comment

Á Ólympíuleikunum í París um helgina sigraði Nurali Emomali frá Tadsjikistan ísraelska júdókappann Baruch Shmailov.

Þegar leiknum var lokið neitaði hinn sigursæli Emomali hins vegar að taka í höndina á Shmailov og öskraði þess í stað „Allah Akbar“ að hætti múslima.

Í því sem sumir kalla augnablik karma, þá var ekki beint gæfan sem lá yfir hrokafulla leikmanninum en í lok næsta leiks hans gegn Hifumi Abe frá Japan, lá Emomali slasaður á mottunni eftir að hafa farið úr axlarlið.

Þrátt fyrir að Ólympíunefndin tali um góðan leik þegar kemur að „íþróttamennsku“ og „að leiða heiminn saman“ hefur það engar afleiðingar fyrir íþróttamenn sem eru opinberlega fjandsamlegir öðrum löndum af pólitískum eða hugmyndafræðilegum ástæðum.

Skildu eftir skilaboð