Rússar gera stólpagrín að Ólimpíuleikunum og kalla stórt hneyksli – myndband

frettinErlent, ÍþróttirLeave a Comment

Rússar segja að opnunarhátíð Ólympíuleikanna í París vera „stórfellt hneyskli“.

Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytisins, gaf upp langan lista yfir galla við athöfnina á föstudaginn, sem var ekki í beinni útsendingu í rússnesku sjónvarpi.

„Ég ætlaði ekki að horfa á opnunina. En eftir að hafa séð myndirnar, gat ég ekki trúað því að þetta væri ekki fals eða photoshop,“ skrifaði hún á Telegram

Aðeins nokkrir rússneskir íþróttamenn hafa fengið leyfi til að taka þátt í leikunum sem „hlutlausir“. Keppendur undir rússneska fánanum hafa verið bannaðir vegna stríðs Rússa í Úkraínu.

Nú hafa rússar gert myndband þar sem gert er stólpagrín að opnunarhátíðinni, og að þemanu sem virðist vera svokölluð hinseginfræði(Queer theory) og var gert að aðalhlutverki opnunarhátíð Ólimpíuleikanna, transfólk og dragdrottningar leika þar lykilhlutverk en eitt barn sat einnig við borðið.

Spyrja menn sig hvað hinseginfræðin hefur að gera með íþróttamót, til að bæta gráu ofan á svart þá var viðhaft guðlast gegn kristinni trú þar sem gert er lítið úr síðustu kvöldmáltíð Jesú Krists, sem hefur vakið hörð viðbrögð um allan heim.

Myndbandið má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð