Trump ætlar að stofna nýjan alríkisstarfshóp sem mun uppræta ofsóknir gegn kristninni

frettinErlent, Stjórnmál, TrumpLeave a Comment

Donald Trump greindi frá því í ræðu um helgina að hann muni stofna verkefnahóp gegn kristnum ofsóknum; „Ég mun stofna nýjan alríkisstarfshóp sem berst gegn kristnum ofsóknum.“

Hlutverk hópsins verður að rannsaka allar gerðir ólöglegrar mismununar, áreitni og ofsókna gegn kristnum mönnum í Ameríku.

Ofbeldi gegn kristnum hefur færst í aukanna á undanförnum árum, og er Ameríka þar ekki undanskilin. Trump sem er kristintrúar segir að ofbeldið verði að stöðva og verði ekki liðið í Ameríku undir hans stjórn.

„Vopnavæðing lögreglunnar er einnig mikil ógn í okkar samfélagi, og ég held að enginn þekki það betur en ég. „Ástæðan fyrir að Biden, Harris og þorpararnir þeirra eru svona hrædd og örvæntingarfull að stoppa okkur, er vegna þess að þau vita að við erum þau einu sem geta stoppað þau,“ segir Trump.

Klippuna má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð