Jón Magnússon skrifar:
Í gær var greint frá því að Ríkissaksóknari hefði mælst til þess við dómsmálaráðherra, að Vararíkissaksóknara Helga Magnúsi Gunnarssyni yrði leystur frá störfum tímabundið vegna kæru frá samtökunum Solaris á vegum Semu Erlu Serdoruglu.
Skv. því er ótvírætt að tilmæli Ríkissaksóknara eru sett fram til ráðherra vegna kærunnar en einskis annars.
Í fréttum í dag vísar Ríkissaksóknari til annarra hluta m.a. að Helgi Magnús Gunnarsson hefði ekki bætt ráð sitt í kjölfar áminningarbréfs, sem hún sendi honum fyrir tveimur árum. En það mál er allt annað og kemur ákvörðunarástæðu Ríkissaksóknara ekki við þar sem fyrr hefur komið fram að tilmælin eru byggð á kæru Solaris.
Áminning Ríkissaksóknara er síðan atriði sem er verð skoðunar. Hafði Ríkissaksóknari eitthvað með það að gera að veita Helga Magnúsi áminningu? Helgi Magnús er skipaður af dómsmálaráðherra en ekki Sigríði Friðjónsdóttur Ríkissaksóknara. Var það þá ekki dómsmálaráðherra að veita honum áminningu ef ráðherra taldi tilefni til en ekki Sigríðar?
Í því sambandi verður að skoða hvort að áminning Sigríður hefur nokkuð gildi í sjálfu sér varðandi embættismann, sem hún skipar ekki og veitir ekki lausn. Sigríður Ríkissaksóknari hefði þurft að vísa því máli til Dómsmálaráðherra eða veitingavaldsins til að fara fram á að umræddur starfsmaður yrði áminntur og í því sambandi ber að hafa í huga að það er Dómsmálaráðherra en ekki Ríkissaksóknari sem veitir Vararíkissasksóknara lausn frá embætti.
Af þessu leiðir, að áminning Ríkissaksóknara fyrir 2 árum, hefur enga þýðingu varðandi það mál sem nú ræðir um.
Eftir stendur að eina gilda ástæðan sem Ríkissaksóknari teflir fram er sú, að látið skuli undan öfgaöflunum í Solaris,en stjórnarmenn þeirra samtaka eru undir kæru fyrir ólögmætt athæfi.
Það er óhæfa að láta undan vinstri öfgaöflunum, sem vilja galopna landið fyrir hlaupastrákum og öðrum sem vilja lifa á góðmennsku íslenskra skattgreiðenda. Það er eðlilegt að sumum ofbjóði og segi sannleikann í því sambandi eins og vararíkissaksóknari gerði.
Það verður að spyrna við fótum og því verður ekki trúað að dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins láti undan öfgaöflunum með sama hætti og Ríkissaksóknari gerði. Það væru þá heldur betur stórpólitísk skilaboð.
One Comment on “Á hverju byggir Ríkissaksóknari?”
Öll stjórnsýslan er rotin að innan … Það þarf að skipta út fólki. Það sést greinilega að það er verið að hvísla þessu að henni af hennar stjórnendum, hverjir sem það eru.