Donald Trump sagði á föstudag að átök í Miðausturlöndum gætu stækkað og endað í þriðju heimsstyrjöldina ef hann tapar kosningunum 2024.
Forsetaframbjóðandinn lét þessi orð falla þegar hann hitti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, á heimili sínu í Mar-a-Lago. Netanyahu ferðaðist til Flórída til að hitta Trump eftir að hafa fundað með Biden forseta og Kamöla Harris, varaforseta í Washington DC fyrr í vikunni.
Trump sagði við fréttamenn á staðnum að Harris væri ekki vel að sér í málefnum Miðausturlanda og fullyrti að stríð Ísraela við Hamas á Gaza gæti stækkað í víðtækari svæðisbundin átök ef hún tæki við af Biden.
„Við munum sjá hvernig þetta fer, en ef allt gengur upp, ef við vinnum, þá verður þetta mjög einfalt. Það mun allt ganga upp, Og mjög fljótt,“ sagði Trump.
„Ef við komum ekki í veg fyrir þetta núna munum við lenda í stórum styrjöldum í Miðausturlöndum. Og kannski þriðju heimsstyrjöldinni. Þið eruð nær þriðju heimsstyrjöldinni en nokkru sinni síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Við höfum aldrei verið svona nálægt því og við erum með algerlega vanhæft fólk sem stjórnar landinu.“ segir Trump.
Ummæli Trumps koma í kjölfar diplómatísks hitamáls á milli Harris og Netanyahu, sem átti sér stað eftir fund þeirra á fimmtudag.
Gagnrýni Harris á framferði Ísraels í Gaza-stríðinu er sögð hafa pirrað Netanyahu, að sögn Axios. Forsætisráðherrann hefur ítrekað sagt að bardagar verði að halda áfram þar til Hamas verður útrýmt, jafnvel þótt gíslum verði sleppt.
Aðspurður um ummæli Harris á föstudag sagði Netanyahu við fréttamenn að Ísrael vonist enn eftir samkomulagi um vopnahlé.
„Við erum að reyna að fá einn. Og ég held, að því marki sem Hamas skilur að það er ekkert dagsljós á milli Ísraels og Bandaríkjanna, sem flýtir fyrir samningnum. Og ég vona að þessi ummæli breyti því ekki," sagði Netanyahu .
Fundurinn í Mar-a-Lago er fyrsti opinberi fundurinn sem Netanyahu hefur átt við Trump síðan hann yfirgaf Hvíta húsið árið 2020. Samband þeirra varð stirt þegar Netanyahu óskaði Biden, kjörnum forseta, til hamingju með sigurinn það ár.
Netanyahu er nú sagður reyna bæta fyrir og tryggja stuðning Trump við Ísrael í stríðinu gegn Gaza fari hann aftur í Hvíta húsið eftir kosningarnar í nóvember.
Hér má sjá fundinn á FOX NEWS.