Ísraelar gerðu loftárás á Beirút, höfuðborg Líbanon og nú hafa Hezbollah samtökin staðfest að háttsettur herforingi, Fuad Shukr, hafi látist í árásinni.
Fjórir aðrir létust í árásinni samkvæmt BBC, Shukr er sagður hafa verið skotmarkið en árásin er sögð vera svar við sprengjuárás Hezbollah á Gólan hæðir á laugardag, Ísraelar segja Shukr hafa skipulagt árásina.
Þess má geta að Hezbollah samtökin hafa neitað aðild að þeirri árás.
Najib Mikati, forsætisráðherra Líbanon hefur sagt árásina vera glæp gegn Líbanon.
Ísraelar búast við að Hezbollah muni svara fyrir árásina en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels segir að Ísraelar séu reiðubúnir fyrir allar tilraunir til gagnárása.