Faðir í Kaliforníu hefur fengið fullt forræði yfir fjögurra ára gömlum syni sínum eftir að móðir drengsins reyndi að ala hann upp sem kynlausan og neyddi hann til að klæðast kjólum og farða.
Harrison Tinsley tilkynnti um sigur sinn í áralangri lagabaráttu við fyrrverandi kærustu sína um að fá fullt forræði yfir syni sínum, Sawyer, í uppfærslu um fjáröflun sína á netinu fyrir lögfræðikostnað þann 18. júlí.
Einstæði faðirinn lýsti því hvernig honum leið eins og hann væri að „upplifa kraftaverk“ þegar hann komst að því að hann myndi nú fara með fullt forræði yfir drengnum.
Tinsley útskýrði að hann hefði alltaf langað til að verða faðir og var glaður þegar kærastan hans sagði honum árið 2019 að hún væri ólétt.
„Því miður breyttist þessi spenna í sársauka þegar móðir hans, sem þjáist af alvarlegum undirliggjandi geðrænum vandamálum, endaði skyndilega samband okkar og kom í veg fyrir að ég hitti Sawyer,“ skrifaði hann.
Tinsley fékk aðeins að hitta son sinn þegar Sawyer var 15 mánaða og þeir tveir tengdust fljótt.
„Sawyer er ekki bara besti vinur minn, hann er ótrúlegasta og mesta blessun lífs míns,“ segir faðirinn.
En móðir drengsins hafði farið í samkynhneigt samband og byrjaði eftir það að skilgreina soninn sem kynlausan og hélt því fram að barnið væri tvíkynja.
„Hún kallar hann „þeir“ og setur hann í kjóla, stelpubleiur og farðar hann,“ segir Tinsley.
„Hún hélt afmælisveislu fyrir Sawyer með stelpuþema þar sem hún lét hann klæðast kjól sem merktur var með sýslumannsmerki.
Annað tilfelli kom upp þar sem móðirin fór með Sawyer til Disneylands - en vildi ekki leyfa honum að fara í ferðina nema hann væri í prinsessuskónum sem hún hafði keypt fyrir soninn.
En Sawyer barðist á móti móður sinni, skrifaði Tinsley.
„Sawyer segir að móðir hans hafi sagt honum að hann sé bæði strákur og stelpa, en Sawyer er fullkomlega meðvitaður um að hann er strákur,“ segir faðirinn.
„Sem betur fer hefur hann minn uppreisnaranda og berst á móti þegar móðir hans ruglar í honum.
„Hins vegar er ég viss um að þetta er búið að valda honum tilfinningalegu áfalli. Hann er ekki nógu gamall til að hugsa um þessa hugmyndafræði, en móðir hans er að neyða hann til þess.“
Tinsley lagði síðan fram kröfu um forræði yfir drengnum í fyrra, eftir að hann komst að því að móðir Sawyer var handtekin fyrir að stofna barninu í hættu og uppgötvaði í kjölfarið að hún rægði hann og talaði niður til barnsins.
Hann sagðist hafa „framlagt átta klukkustundir af búkmyndavélum frá lögreglu, 800 blaðsíður af heimildargögnum og sálfræðilegum rannsóknum sem sýna að heilsu Sawyer, öryggi og vellíðan hafi verið teflt í hættu af móður hans, geðrænum vandamálum hennar og pólitískri hugmyndafræði.
Daily mail greinir frá.