Trump samþykkir þrjár kappræður á þremur mismunandi stöðum

frettinErlent, Kosningar, StjórnmálLeave a Comment

Donald Trump, fyrrverandi forseti, sagði á blaðamannafundi í gær að hann hefði samþykkt þrjár umræður hjá þremur mismunandi sjónvarpsveitum í september og bíður staðfestingar varaforsetans Kamölu Harris.

Á heimili sínu í Mar-a-Lago, segir Trump að hann hefði fallist á kappræður gegn Harris á Fox News 4, aðra umræðu á ABC þann 10. september og þriðju umræðuna á NBC þann 25. september.

„Við höfum talað við yfirmenn netkerfanna og það hefur allt verið staðfest fyrir utan nokkur smáatriði,“ segir Trump.

„Hin hliðin verður að samþykkja skilmálana,“ bætti hann við og vísaði til Harris. „Þau geta verið sammála eða ekki, ég veit það ekki en hún hefur ekki tekið viðtal. Hún getur ekki tekið viðtal. Hún er varla hæf, en ég hlakka til kappræðanna, segir Trump.

Harris hefur gagnrýnt Trump undanfarnar vikur eftir að forsetinn fyrrverandi gaf til kynna að hann vildi bíða eftir að Harris yrði formlega útnefnd áður en hann myndi fallast algjörlega á að rökræður við hana. Í síðustu viku sagðist hann „líklega“ ræða við Harris en bætti við: „Ég get líka fært rök fyrir því að gera það ekki.“

Eftir að Biden dró framboð sitt til baka þann 21. júlí síðstliðinn og færði Harris keflið, á hún enn eftir að setjast niður í opinbert viðtal og halda blaðamannafund. Þess í stað eru Harris og varaforsetaefni hennar, ríkisstjóri Minnesota, Tim Walz, á ferðalagi til allra sjö vígvallaríkjanna.

Skildu eftir skilaboð