Richard Dawkins bannaður á Facebook fyrir póst á „X“ varðandi XY á móti XX litningum í hnefaleikum

frettinErlent, Ritskoðun, SamfélagsmiðlarLeave a Comment

Facebook-reikningi líffræðingsins Richard Dawkins, hefur verið eytt eftir að hann birti þá erfðafræðilegu staðreynd að karlkyns boxarar(XY) ættu ekki að berjast við konur(XX).

Hinn frægi þróunarlíffræðingur skrifaði á X-inu í gærmorgun um hina grófu ritskoðun á samfélagsmiðlinum, og greindi frá því að engin ástæða hafi verið gefin fyrir því að reikningnum var eytt skyndilega. Virðist vera að ákvörðun Meta tengist færslu þar sem hann hann skrifaði að „erfðafræðilega karlkyns hnefaleikamenn ss. Imane Khalif (XY litningar) ætti ekki að berjast við konur á Ólympíuleikum“.

Skelfileg staða tjáningarfrelsis í dag berskjaldast þegar að virtum líffræðingi er sparkað af stórum samfélagsmiðli fyrir að segja frá augljósum líffræðilegum staðreyndum.

Færslu Dawkins má sjá hér neðar:

Uppfært: Opnað hefur verið aftur á reikning Dawkins, eftir að lögmenn hans hótuðu að lögsækja Facebook:

Skildu eftir skilaboð