Elon Musk tekur viðtal við Trump: ESB varar forstjóra X við „skaðlegu efni“

frettinErlent, Trump, ViðtalLeave a Comment

Æðsti stafræni embættismaður ESB skrifaði Elon Musk fyrr í dag til að minna hann á lagalega skyldu sína til að koma í veg fyrir að „skaðlegt efni“ dreifist á X. Þetta gerði hann klukkustundum áður en Musk tekur viðtal við Donald Trump í beinni útsendingu sem birt verður á samskiptamiðlinum.

„Með stórum áhorfendahóp fylgir meiri ábyrgð,“ skrifaði Thierry Breton, framkvæmdastjóri hjá ESB, á X. Innleggið hljómar meira eins og hótun, þar sem kveðið er á um skyldur Musk til að berjast gegn ólöglegu efni og falsupplýsingum samkvæmt lögum ESB.

Evrópusambandið er nú með yfirstandandi rannsókn á X, áður Twitter, samkvæmt tímamótalögum um stafræna þjónustu (DSA) sem krefst þess að stafræn fyrirtæki eigi í raun að fylgjast með efni á netinu til að vernda notendur gegn „skaða.“

„DSA-skuldbindingarnar gilda án undantekninga eða mismununar um hófsemi alls notendasamfélagsins og innihalds X (þar á meðal sjálfan þig sem notanda með yfir 190 milljónir fylgjenda),“ skrifaði Breton til Musk.

Breton sagði að viðvörunin væri rekin áfram af „hættu á stigmögnun á hugsanlegu skaðlegu efni innan ESB,“ og vitnaði í væntanlegt Trump viðtal Musk, og vísaði einnig til nýlegra ummæla hans um óeirðir „öfgahægrimanna“ í Bretlandi.

„Við fylgjumst með hugsanlegri áhættu innan ESB sem tengist dreifingu efnis sem getur ýtt undir ofbeldi, hatur og kynþáttafordóma í tengslum við stóra pólitíska eða samfélagslega atburði um allan heim,“ skrifaði hann.

Viðtalið verður birt í beinni útsendingu á miðnætti að Íslenskum tíma og hægt að sjá hér neðar: 

Uppfært: Viðtalið við Trump hefur verið hakkað, svokölluð DDOS árás, Musk segir aldrei hafa lent í stærra atviki, en viðtalið verður birt á heild sinni, og verið er að vinna að viðgerð:

Skildu eftir skilaboð