Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Fyrir stuttu stigu nokkrir breskir hjúkrunarfræðingar fram og sögðu sögu sína. Ekki fallega sögu ef horft er til stjórnenda spítalans og sumra samstarfsmanna. Þær máttu sanna sig. Þeim var sagt að endurmennta sig, konum sem hafa meistaragráðu í hjúkrunarfræði. Vegið að menntun þeirra og starfsheiðri (rétt eins og kennarinn á Akureyri gerði). Ætla má að þessar konur viti sínu viti og þess vegna hafi spítalinn þær í vinnu. Þær lærðu um líffræðina og vita hvernig hún virkar.
Sundkonan Riley Gaines spjallaði við þær. Áhugavert spjall.
Hjúkrunarfræðingarnir eru ósáttar við að afklæðast með karlmanni (hjúkrunarfræðingi) sem skilgreinir sig sem konu. Enn með djásnið undir sér og notar það til að gera kærustu sína ólétta. Þeim finnst öryggi þeirra ógnað og vilja hann ekki í búningsklefann. Hefur ekki góð áhrif á konurnar og í sumum tilfellum vond.
Viðbrögð yfirstjórnar var að þær þyrftu að sætta sig við þetta, þyrftu endurmenntun til að læra um trans o.s.frv. Taka tillit, sýna umburðarlyndi o.fl. í þeim dúr. Sem sagt allt á að ganga út á trans einstakling og hans líðan, ekki kvennanna. Dæmigerð afstaða. Auðvitað á ekki að taka tillit til trans-konu í kvennaklefa, karlmaðurinn getur bara farið annað og gefið konunum frið í sínu búningsherbergi. Hefur ekkert með manngæsku eða lífsgildi að gera. Réttur kvennanna er óskorðaður, að afklæðast án þess að karlmaður sé viðstaddur í rýminu.
Á sjúkrahúsinu er skýr trans stefna, ekki á að blanda trans sjúklingum saman við aðra. Það sama gildir ekki um starfsmennina segja hjúkrunarfræðingarnir. Gleðiefnið í þessu, þær ætla ekki að gefast upp!
Mál hjúkrunarfræðinganna hefur ekkert með rasisma að gera, hér er á ferðinni kynjabarátta af bestu gerð. Að kynin séu aðskilin.
Málið og álíka mál hafa ekkert með trans-fóbíu að gera, heldur kynjabaráttu. Trans samtök og aðgerðasinnar grípa gjarnan til frasa til að koma inn samviskubiti hjá fólki að það ráðist að minni máttar. Nei trans fólk á í erfiðleikum með sjálfsmynd sína og þarf að taka á því. Látið það ekki yfirtaka réttindi kvenna né ýta þeim til hliðar.
Margir hafa fengið nóg af frekju og yfirgangi trans aðgerðasinna og hreyfinga. Hjólið snýst hægt og rólega við, sem betur fer. Fleiri og fleiri stíga fram og andmæla þeirri réttarskerðingu sem þeir verða fyrir. Það er af hinu góða.