Elgos hafið á Sundhnúksgígaröðinni

frettinInnlentLeave a Comment

Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga klukkan 21:26. Gosið hófst í kjölfar öflugrar jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkustund áður.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir rýmingu Grindavíkur ganga vel. Gist hafi verið í 22 til 23 húsum og þá hafi verið starfsemi í Bláa lóninu. „Þetta hafa verið í kringum hundrað manns sem hafa gist á hótelinu. Eins og staðan er núna höfum við ekki miklar áhyggjur rýmingunni því gosið er á svo heppilegum stað.“

Á vef Veðurstofunnar segir: „Á þessum tímapunkti sést engin skjálftavirkni til suðurs eftir kvikuganginum. Mesta skjálftavirknin er til norðurs sem bendir til þess að kvikan sé að brjóta sér leið í norður frekar en til suðurs.“

Hér neðar má sjá bein streymi frá gosstöðvum:



Skildu eftir skilaboð