Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Nú þegar Guðlaugur Þór ákvað að afnema kvenna- og karlaklósett, í reglugerð, við mikinn fögnuð Andrésar Inga og hluta Viðreisnar veltir bloggari fyrir sér, munu þeir að hluta til bera ábyrgð á næstu nauðgun inni á kynjalausu klósetti?
Fyrirtæki munu í anda reglugerðar Guðlaus Þórs taka merkingarnar, kona og karl, niður í stað þess að bæta við ,,kynlausu“ klósetti eins og reglugerðin kveður á um. Kostar einfaldlega of mikið, hin lausnin ódýrari og uppfyllir körfu reglugerðarinnar.
Í dag getur bloggari, sem kona, gert athugasemd við þegar karlmaður kemur inn á kvennaklósett. Bloggari getur komið í veg fyrir að hann fari inn vegna þess að það er merkt kvenfólki. Bloggara er hulin ráðgáta hvernig fólk getur verið kynlaust, því annað tveggja fæddist þú karl- eða kvenkyn. Auðvitað er það kollurinn sem spilar með fólk, ekki líffræðin. Sem sagt grillur í höfði örfárra einstaklinga er sett ofar öryggi stúlkna og kvenna. Skrýtin pólitík það!
Ekki eru ýkja mörg ár síðan kvennahópar vöktu athygli landans á hættu vegna nauðgana á klósettum og víðar. Skemmtistaðir voru oft nefndir til sögunnar þar sem vín og önnur eiturefni eru höfð um hönd. Dómgreindin skerðist og stundum verða menn öskufullir og vita hvorki í þennan heim né annan. Byrlun lyfja var rædd sem er sérstaklega hættuleg konum. En, þá er nú gott að á skemmtistöðum sé sama klósett fyrir karla og konur, af því kynlausir þurfa að kasta af sér vatni. Nú getur kona undir áhrifum byrlunarlyfja ekki varið sig á kvennaklósettinu, þökk sé þeim kynlausu. Kvalari hennar getur farið inn á sama klósett. Það má ekki gera athugasemd við karlmann á kvennaklósettin eftir að merkingar eru farnar af hurðunum, klósettin eru því fyrir bæði kynin.
Nú biðlar bloggari til skemmtistaða og stjórnenda annarra opinberra bygginga, hundsið þessa kjánalegu reglugerð Guðlaus Þórs og klappstýruliði hans. Gefum rétt kvenna, til afnota af kvennaklósettum, ekki eftir. Nauðgunarhætta er til staðar og það eitt á að vera nóg til virða ekki reglugerðina.
Hér, hér og hér er líka fjallað um málið. Sannleikurinn er sagna bestur.