Inngangur
Ég sendi inn þessa grein fyrir hönd hluthafa Fréttarinnar ehf. Þetta er ákall til lesenda Fréttarinnar að hjálpa okkur í því erfiða hugsjónastarfi að halda miðlinum úti.Fréttin er miðill sem segir „hina hliðina“, fylgir ekki meginstraums
miðlum sem búa fremur til fréttir en að segja þær. Fréttin hafnar ríkisstyrkjum til að tryggja óháða umfjöllun. Að slíkum miðlum er sótt með hótunum og illsku í Íslensku samfélagi. Margir þar vilja Fréttina feiga.
Þá skal á það mynnt að Fréttin er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd og er því alvöru miðill en ekki einhver bloggsíða.
Breytingar fram undan
Fréttin stendur nú á tímamótum þegar frumkvöðullinn Margrét Friðriksdóttir kveður hana sem ritstjóri innan skamms. Samfara því fer fram endurskipulagning til að efla Fréttina og auka fjölbreytileika í fréttum og greinum. Plön eru um að auka hlut viðtala í „podköstum“ ekki síst við þekkta erlenda aðila sem slaufunar-menningin og þöggun sækir hart að.
Margrét hefur byggt þennan miðil upp af miklu harðfylgi við óblíðar ytri sem innri aðstæður. Þrátt fyrir það hefur Fréttin í dag uþb. 40.000 fasta lesendur. Um það bil 20.000 manns lesa Fréttina í hverri viku.
Þetta er ótrúlegur árangur á aðeins 3 árum.
Rekstrarumhverfi Fréttarinnar
Rekstrarumhverfi Fréttarinnar er afar erfitt. Sókn á auglýsingamarkað hefur reynst nær ómöguleg.
Jafnvel þó að auglýsendur vilji auglýsa í miðlinum á afar hagstæðum kjörum er þeim það oft ókleift því um leið og auglýsing þeirra birtist þá setja illa þenkjandi öfl sig í samband við viðkomandi og hræða viðkomandi með hótunum um slaufun og fleira álíka ógeðfellt. Aðeins fáir auglýsendur hafa sýnt þann kjark að láta slíkar hótanir sem vind um eyru þjóta. Iðulega hefur þá komið í ljóst að hótanirnar hafa verið innantómar og aldrei raungerst.
En árásirnar hafa líka komið innan frá, jafnvel frá fólki sem vill kenna sig við málfrelsi. Þannig hefur formaður eins slíks „málfrelsisfélags“ veist harkalega að Fréttinni að því er virðist fyrst og fremst vegna þess að fréttaflutningur Fréttarinnar af innrás Hamas í Ísrael og afleiðingum hennar voru formanninum ekki þóknanlegar. Slík er nú málfrelsis-hugsjón sumra sem vilja kenna sig við málfrelsi.
Þá hefur orðið nokkur hreinsun innan miðilsins að undanförnu af pistlahöfundum sem hafa óvænt yfirgefið miðilinn af tilli ástæðum. Óvitað er hvaða ástæður eða öfl liggja að baki.
Það gefur því að skilja að rekstur Fréttarinnar er erfiður. Við hluthafarnir reynum hvað við getum til að halda henni á floti með hlutafjármögnun og tíma. En við erum allir litlir einstaklings-fjárfestar sem höfum lagt fyrirtækinu hlutafé og tíma af slíku kappi að það hefur meitt okkur fjárhagslega og jafnvel persónulega.
Eina tekjuleið félagsins er því í gegnum frjálsar áskriftir og styrki. Þrátt fyrir að fastir lesendur Fréttarinnar séu nú nær 40.000 og þar af uþb. 20.000 sem lesa hana mikið eru áskrifendur sárafáir.
Mikilvægi Fréttarinnar
Það eru fordæmalausir tímar í heiminum í dag þar sem mikið er reynt að gera lygina að sannleika og hið illa gott svo vitnað sé í orð spámannsins Jesaja ( Jes. 5:20). Fréttin er einn sterkasti miðillinn hér á landi sem, flettir ofan af illsku þessa heims (Efes. 5:11), sýna stjórnvöldum og „heimsdrottnum“ aðhald svo þeir megi þjóna fremur en drottna (Mark. 10:42-44) og segja jákvæðar fréttir.
Fréttin hefur lyft grettistaki í að upplýsa þjóðina um „hina hliðina“ á fordæmalausum tímum skerðingar frelsis, brjálæðis glóbalisma og veraldar sem stendur á barmi þriðju heimsstyrjaldar.
Ef Fréttin hverfur verður eftir mikið skarð í íslenskri fjölmiðlun sem erfitt verður að fylla aftur.
Ákall til lesenda Fréttarinnar
Fréttin þarfnast stuðnings þíns til að lifa af. Því beini ég orðum mínum til þín lesandi góður:
- Vilt þú að Fréttin lifi?
- Hversu mikið tap væri það fyrir þig og samfélagið ef Fréttin mundi hverfa?
- Getur þú ímyndað þér hvað það kostar í fjármunum og tíma að halda miðlinum úti og það allt í sjálfboðavinnu af hugsjón?
- Gætir þú séð af 3.390 krónum á mánuði til að hjálpa okkur að halda Fréttinni úti og byggja hana upp sem enn sterkari miðil?
Gerast áskrifandi
Fréttinn gætir fyllsta trúnaðar og leyndar gagnvart áskrifendum sínum. Upplýsingar um áskrifendur eru hvergi aðgengilegar og fyrirtækið mun aldrei láta neinum í té þær upplýsingar.
Við núverandi aðstæður eru dagar Fréttarinnar taldir ef ekki kemur til stuðnings þíns lesandi góður, að þú metir að verðleikum það fórnfúsa starf og fjármagn sem heldur Fréttinni gangandi í dag.
Þakkir.
Að lokum viljum við hluthafarnir þakka hinum örfáu núverandi áskrifendum fyrir traustan stuðning í langan tíma.
Þakkir eiga einnig skilið hinir örfáu aðilar sem hafa kjark til að auglýsa hjá Fréttinni.
Þá viljum við þakka pistlahöfundum og öðrum sem hafa lagt Fréttinni til efni og hvetjum þá til dáða.
Síðast en ekki síst viljum við þakka frumkvöðlinum Margréti Friðriksdóttur fyrir að stofna og byggja upp þennan miðil. Margrét hefur fórnað miklu til. Persónulegar árásir illra afla á hana hafa verið óvægnar og jafnvel ratað inn í dómskerfið. Allt slíkt hefur þessi kona hrist af sér eins og Páll postuli hristi af sér snákinn forðum án þess að bíða skaða af (Post. 28:3-6).
Margrét mun áfram halda utan um tæknimál og öryggismál miðilsins. Þar er hún orðinn sérfræðingur og Fréttin sennilega einn best varði miðilinn í netheimum. Enda hafa árásir hakkara verið óvægnar í gegnum árin. Þá mun Margrét áfram sjá um tengslanet við erlenda mikils virta einstaklinga og samtök þar sem hún er í dag mikils virt. „Hvergi er spámaður minna metinn en í landi sínu, með frændfólki sínu og heimamönnum“ (Mark. 6:4)
3 Comments on “Ákall til þín lesandi Fréttarinnar”
Já, Margrét það koma stundum tómar tunnur hér inn sem glymur hátt í!
Kannski er þetta kommenta-klappsveitin sem liggur yfir bullinu á DV og Vísi og þekkir ekkert annað enn áróður, heimsku og innantómt bull?
Hvað segiru Margrét, ertu búin að leiðrétta fréttina ?
Af hverju eru tjásur hér fjarægðar?
Er þetta einhverkonar ritskoðun að kröfu Katrínar og VG vegna gruns um hatursorðræðu og ótta við lögsókn eða geðþóttaákvarðanir ritstjórnar.