Mark Zuckerberg viðurkennir þrýsting frá Biden stjórninni til að ritskoða og banna efni

frettinErlent, Ritskoðun, Stjórnmál1 Comment

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta Platforms hefur viðurkennt að Biden-stjórnin hafi þrýst á fyrirtækið að „ritskoða“ COVID-19 efni meðan á heimsfaraldri stóð, og vísar til beiðni Hvíta hússins um að taka niður „rangar upplýsingar“ um Covid-19 og bóluefnin.

Í bréfi dagsettu 26. ágúst segir Zuckerberg við dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að hann sæi eftir því að hafa ekki talað um þennan þrýsting fyrr, sem og aðrar ákvarðanir sem hann hefði tekið sem eigandi Facebook, Instagram og WhatsApp um að fjarlægja tiltekið efni.

Í júlí 2021 sagði Joe Biden forseti, að samfélagsmiðlar eins og Facebook „drepi fólk“ fyrir að leyfa „rangar upplýsingar“ um bóluefni gegn kórónuveirunni og ættu því að banna slíkt vettvang sínum. Reuters greinir frá.

Aðrir eins og fyrrverandi fréttaritari Hvíta hússins Jen Psaki og Vivek Murthy skurðlæknir sögðu opinberlega að fyrirtækið væri ekki að gera nóg til að taka niður „rangar upplýsingar“ og væru að gera það erfiðara fyrir að berjast gegn heimsfaraldri og „bjarga mannslífum.“

Facebook sagði á þeim tíma að fyrirtækið væri að grípa til „öflugra aðgerða“ til að berjast gegn slíkum rangfærslum.

Í bréfi til dómsmálanefndar þingsins sem er undir stjórn repúblikana sagði Zuckerberg að fyrirtæki hans hafi verið „þrýst“ til að „ritskoða“ efni, hann sjái eftir því og að fyrirtækið myndi ekki verða við slíkum kröfum aftur.

Bréfið má sjá hér neðar:

One Comment on “Mark Zuckerberg viðurkennir þrýsting frá Biden stjórninni til að ritskoða og banna efni”

  1. Zuckerberg hefur gríðarlega mikið af upplýsingum sér til handar í gegnum FB og hefur því vitneskju til að greina mögulega útkomu í forsetakosningunum í ár. Eftirsjáin um ritskoðun á Covid tímabilinu er kannski ekki sérstaklega sannfærandi.

Skildu eftir skilaboð