Af hverju ákvað Zuckerberg að játa núna?

frettinErlentLeave a Comment

Greinin er þýdd eftir Jeffrey A. Tucker sem er stofnandi, rithöfundur og forseti Brownstone.

Skoðum opinberun Mark Zuckerberg og áhrif hennar á skilning okkar síðustu fjögurra ára og hvað hún þýðir fyrir framtíðina.

Mikill fjöldi fólks veit sannleikann um mörg málefni sem eru mikilvæg fyrir þjóðlífið í dag og samt eru opinberu samskiptamiðlarnir tregir til að viðurkenna það. Seðlabankinn viðurkennir enga sök í verðbólgu og það gera flestir þingmenn ekki heldur. Matvælafyrirtækin viðurkenna ekki skaðsemi hins almenna ameríska mataræðis. Lyfjafyrirtækin vilja ekki viðurkenna skaða af völdum lyfja sinna. Fjölmiðlafyrirtæki neita allri hlutdrægni. O.s.frv. 

Samt veit almannarómur hvenig staðan er.

Þetta er ástæðan fyrir því að játning Mark Zuckerbergs á Facebook var óvænt. Það er ekki það sem hann viðurkenndi. Við vissum þegar opinberun hans, sem kom fæstum á óvart. Það sem er nýtt er að hann viðurkenndi það. Við erum einfaldlega vön því að lifa í heimi sem syndi í lygum. Það er samt nýr veruleiki þegar svo áhrifamikil persóna, segir okkur hvað er satt, að hluta til eða örlítið satt. Við trúum því nánast ekki og veltum fyrir okkur hver hvatningin sé.

Í bréfi sínu til rannsakenda þingsins sagði hann hreint út það sem allir aðrir hafa verið að segja í mörg ár núna.

Í bréfinu segir:

Árið 2021 þrýstu háttsettir embættismenn frá Biden-stjórninni, þar á meðal Hvíta húsinu, ítrekað á vettvang okkar í marga mánuði, að ritskoða ákveðið COVID-19 efni, þar á meðal húmor og ádeilu, og lýstu mikilli gremju í garð teymis okkar þegar við vorum ekki sammála… .Ég tel að þrýstingur stjórnvalda hafi verið rangur og ég harma að við höfum ekki verið hreinskilnari varðandi það. Ég held líka að við höfum tekið nokkrar ákvarðanir sem við myndum ekki taka í dag, eftir að hafa farið yfir málið betur og með nýjum upplýsingum. Eins og ég sagði við teymið okkar á sínum tíma, þá finnst mér það eindregið að við ættum ekki að skerða innihaldsstaðla okkar vegna þrýstings frá hvaða stjórnvaldi, og við erum reiðubúin að berjast á móti þvi ef eitthvað svona gerist aftur.

Ómögulegt reyndist að nota vettvanginn

Nokkrar skýringar eru á þessu. Ritskoðunin hófst mun fyrr, frá mars 2020 að minnsta kosti ef ekki fyrr. Við upplifðum það öll, næstum strax eftir lokun.

Eftir nokkrar vikur reyndist ómögulegt að nota þennan vettvang til að koma skilaboðum á framfæri. Facebook gerði mistök og lét pistla mína um Woodstock og 1969 flensu fara í gegn en þeir myndu aldrei gera þessi mistök aftur. Að mestu leyti var hver einasti efasemdamaður hinna hræðilegu stefnu, afleit á öllum stigum.

Afleiðingarnar eru mun mikilvægari en hið innihaldslausa bréf Zuckerbergs gefur til kynna. Fólk vanmetur stöðugt það vald sem Facebook hefur yfir huga almennings. Þetta átti sérstaklega við í kosningalotunum 2020 og 2022.

Munurinn á því að hafa grein óritskoða, minnir á mátt Facebook á þessum árum sem var milljónfaldur. Þegar greinin mín fór í gegn, upplifði ég svo mikla umferð og lesningu á greininni, nokkuð sem ég hafði aldrei séð á mínum ferli. Það var heillandi. Þegar greininni var lokað um tveimur vikum síðar - eftir að einbeittir „tröllareikningar“ tulkynntu greinina til Facebook, var ég settur í svokallað skuggabann og við það féll umferðin niður og fáir sáu hana.

Aftur, á öllum mínum ferli þar sem ég fylgdist náið með netumferðarmynstri, hafði ég aldrei séð neitt þessu líkt, fólk sóttist eftir réttum upplýsingum, ekki ritskoðun.

Facebook sem upplýsingagjafi býður upp á kraft eins og við höfum aldrei séð áður, sérstaklega vegna þess að svo margir, sérstaklega meðal kjósenda, trúa því að upplýsingarnar sem þeir sjá séu frá vinum sínum og fjölskyldu og heimildum sem þeir treysta. Reynslan af Facebook og öðrum kerfum rammaði inn þann veruleika sem fólk trúði að væri fyrir utan það sjálft.

Andófsmenn útskúfaðir

Sérhver andófsmaður, og sérhver venjuleg manneskja sem hafði einhverja tilfinningu fyrir því að eitthvað skrýtið væri í gangi, var látið líða eins og einhvers konar brjálaðingur sem hafði nöturlegar og líklega hættulegar skoðanir, sem voru algjörlega úr tengslum við almenna strauminn.

Hvað þýðir það að Zuckerberg viðurkennir nú opinberlega að hann hafi útilokað allt sem stangast á við óskir stjórnvalda frá þeirra sjónarhóli? Það þýðir að allar skoðanir um lokun, grímur eða bólusetningarumboð - og allt sem tengist því, þar á meðal lokun kirkna og skóla auk skaðsemi bóluefna- voru ekki hluti af opinberri umræðu.

Við höfðum gengið í gegnum og lifðum í gegnum víðtækustu árásirnar á réttindum okkar og frelsi á lífsleiðinni, eða, að öllum líkindum, í sögunni hvað varðar umfang, og var ekki partur af opinberri umræðu. Zuckerberg átti stóran þátt í þessu.

Fólk eins og ég var farið að trúa því að meðalfólk væri einfaldlega huglaust eða heimskt að mótmæla ekki. Nú vitum við að þetta er hugsanlega ekki satt! Fólkið sem andmælti var einfaldlega þaggað niður!

Covid-viðbrögðin ekki til umræðu

Í tveimur kosningalotum voru Covid-viðbrögðin ekki til umræðu, þetta skýrir hvers vegna. Það þýðir líka að sérhver frambjóðandi sem reyndi að hefja umræðu um þessa ritskoðun var sjálfkrafa lækkaður og jafnvel lagður í einelti.

Hversu marga frambjóðendur erum við að tala um hér? Miðað við allar bandarísku kosningarnar á alríkis-, fylkis- og staðbundnum vettvangi, erum við að tala um nokkur þúsund að minnsta kosti. Í öllum tilvikum var í raun þaggað niður í frambjóðandanum sem talaði um grófustu árásirnar á frelsi.

Gott dæmi er kapphlaup ríkisstjórans í Minnesota árið 2022 sem Tim Walz vann, sem er nú varaforsetaefni Kamölu Harris. Walz setti sig upp á móti fróðum og mjög viðurkenndum sérfræðing í læknisfræðum, Dr. Scott Jensen, sem gerði Covid viðbrögðin að hernaðarmáli. Hér má sjá hvernig atkvæðatölur röðuðust upp:

Dr. Jensen gat að sjálfsögðu ekki náð neinum tökum á Facebook, sem var gríðarlega áhrifamikið í þessum kosningum, sem hefur viðurkennt að hafa bara fylgt leiðbeiningum stjórnvalda við að ritskoða færslur. Reyndar bannaði Facebook honum algjörlega að auglýsa. Það minnkaði umfang hans um 90% og tapaði sökum þess líklega í kosningunum.

Yfirlýsing Jensens er hér:

Hafði áhrif á kosningar

Hugleiddu hversu margar aðrar kosningar er búið að hafa áhrif á. Það er ótrúlegt að hugsa um afleiðingar þessa. Það þýðir að hugsanlega var heil kynslóð kjörinna leiðtoga, ekki löglega kjörin, með lögmætum hætti er átt við vel upplýstan almenning sem fær val um að mynda sér skoðun á þeim málefnum sem snerta líf þeirra.

Ritskoðun Zuckerbergs – og þetta snýr einnig að Google, Instagram, LinkedIn frá Microsoft og Twitter 1.0 – sem neituðu almenningi að hafa skoðun á um lokunum, grímuskyldu og neyðarlögum, einmitt þau mál sem hafa í grundvallaratriðum hrakið alla siðmenninguna, og sett veg sögunnar á myrkari braut.

Og það eru ekki bara Bandaríkin. Þetta eru allt alþjóðleg fyrirtæki, sem þýðir að kosningar í hverju öðru landi, um allan heim, urðu fyrir svipuðum áhrifum. Þetta var hnattræn lokun á allri andstöðu við róttæka, hryllilega, fasíska og mjög skaðlega stefnu.

Þegar þú hugsar um þetta á þennan hátt er þetta ekki bara einhver smávilla í dómgreind. Þetta var tortímandi ákvörðun sem er langt umfram stjórnunarlegt hugleysi. Það gengur lengra en jafnvel kosningasvindl. Þetta er beinlínis valdarán sem steypti heilli kynslóð leiðtoga sem stóðu upp fyrir frelsi frá borðinu og settu þess í stað, kynslóð andlýðræðislegra leiðtoga ,sem sætti sig við slikt valdníð, á þeim tíma sem það skipti mestu máli að standa upp fyrir frelsinu.

Af hverju valdi Zuckerberg núna að gefa út þessa tilkynningu og afhjúpa leikritið opinberlega? Hann var augljóslega óánægður með morðtilraunina á Trump, eins og hann segir:

Svo hefurðu sennilega heyrt af handtöku Frakka á stofnanda og forstjóra Telegram, Pavel Durov, nokkuð sem vafalaust kemur öllum forstjórum samskiptavettvangs í opna skjöldu. Þú hefur einnig líklegast heyrt af handtöku og fangelsun annarra andófsmanna eins og Steve Bannon(Tommy Robinsson) og margra annarra.

Þú ert þá líklegast meðvitaður um aðför málfrelsis gegn Robert Kennedy yngri hefur verið sýknaður af óvægum ásökunum.

Skilur afleiðingar og umfang vandans

Zuckerberg af öllum veit hvað er í húfi. Hann skilur afleiðingar og umfang vandans, sem og dýpt spillingarinnar og blekkingarinnar í Bandaríkjunum, ESB, Bretlandi og um allan heim. Hann gæti áttað sig á því að allt komi út á einhverjum tímapunkti, svo hann vill kannski vera á undan því ferli.

Af öllum fyrirtækjum í heiminum sem myndu hafa raunverulegt vald á stöðu almenningsálitsins núna, væri það Facebook. Þeir sjá umfang stuðningsins við Trump. Og Trump hefur margoft sagt, þar á meðal í nýrri bók sem kemur út í byrjun september, að hann telji að Zuckerberg eigi að vera sóttur til saka fyrir hlutverk sitt í að hagræða úrslitum kosninga. Hvað ef, til dæmis, hans eigin innri gögn sýna stuðning við Trump yfir Kamala, sem stangast algjörlega á við skoðanakannanir sem eru ekki trúverðugar hvort sem er? Það eitt gæti skýrt hugarfarsbreytingu hans.

Það verður sérstaklega brýnt þar sem sá sem stóð fyrir ritskoðun Biden í  Hvíta húsinu, Rob Flaherty, sem þjónar nú sem stafrænn samskiptafræðingur fyrir Harris/Walz herferðina. Það er engin spurning að DNC ætlar að beita öllum sömu verkfærunum, margfalt og miklu öflugri, ef þeir taka Hvíta húsið til baka.

„Undir forystu Rob,“ sagði Biden varðandi afsögn Flaherty, „Við höfum byggt upp stærstu skrifstofu stafrænnar stefnu í sögunni og þar með stafræna stefnu og menningu sem leiddi fólk saman í stað þess að sundra því.

Á þessum tímapunkti er óhætt að gera ráð fyrir því að jafnvel vel upplýsti utanaðkomandi viti um 0,5% af öllu þeirri meðhöndlun, blekkingum og baktjaldaherbergjum sem hafa átt sér stað undanfarin fimm ár eða svo. Rannsakendur í málinu hafa sagt að það séu hundruð þúsunda blaðsíðna af sönnunargögnum sem eru ekki trúnaðargögn en hafa enn ekki verið opinberuð almenningi. Kannski kemur þetta allt í ljós frá og með nýju ári.

Þess vegna hefur Zuckerberg-játunin miklu meiri áhrif en nokkur hefur enn viðurkennt. Hún veitir fyrstu opinberu og staðfesta innsýn inn í stærsta hneykslismál samtímans, hnattræna þöggun gagnrýnenda á öllum stigum samfélagsins, sem hefur í för með sér hagsmunabaráttu kosningaúrslita, brenglaða opinbera menningu, jaðarsetningu andófs, hnekkt allri málfrelsisvernd, og gaslýsing sem leiðarljós stjórnvalda á okkar tímum.

Skildu eftir skilaboð